Ragnar Sigurðsson: Tyrkirnir eru ekkert að spá í mér Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 18:00 Ragnar Sigurðsson fagnar öðru marki sínu á móti Tyrklandi á Laugardalsvellinum. Getty/Oliver Hardt Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ragnar Sigurðsson telur ekki að Tyrkir horfi sérstaklega til þess að stoppa hann í leiknum í Istanbul á fimmtudagskvöldið. Ragnar, sem er eins og allir vita miðvörður í íslenska landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Tyrkjum í fyrri leiknum. Íslenska landsliðið verður að vinna leikinn ætli það sér að komast upp úr riðlinum og beint á EM 2020. „Þetta verður að sjálfsögðu erfiður leikur. Tyrkirnir eru sterkir núna og við erum náttúrulega að spila á útivelli núna þannig að þetta verður erfitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins. Ragnar hefur ekki áhyggjur af hávaðanum á vellinum. „Ég held að þetta hafi jafnmikil áhrif á bæði lið þannig að þetta verður allt í lagi,“ sagði Ragnar. Mörkin hans á móti Tyrkjum í komu bæði eftir föst leikatriði og færðu íslenska liðinu gríðarlega mikilvæg stig. Án þeirra væru vonin úti hjá íslenska liðinu sem er nú fjórum stigum á eftir Tyrkjum. „Þetta var góður leikur og það var gaman að skora tvö mörk því það er ekki oft sem það gerist. Jú, maður tekur það bara með sér,“ sagði Ragnar sem hefur skorað 40 prósent landsliðsmarka sinna í umræddum leik, eða tvö af fimm. „Nei ég held að þeir séu ekkert að spá í mér,“ sagði Ragnar Sigurðsson aðspurður um hvort að Tyrkirnir muni passa hann sérstaklega í leiknum á fimmtudagskvöldið. En hvert verður uppleggið? „Við reynum að sækja og skora mörk en við þurfum að verjast þá gerum við það,“ sagði Ragnar í mjög almennu svari. Hann vildi ekki fara nánar í plönin. Ragnar er ánægður með tímabilið sitt með F.C. Rostov þar sem hann er nú fyrirliði. „Það bjóst enginn við þessu af okkur í Rostov. Við erum í toppbaráttu og persónulega hefur mér bara gengið vel. Þannig að það er allt í góðu hérna,“ sagði Ragnar. Tyrkir eru með allt annað og betra lið en fyrir nokkrum árum og sýndu það með því að ná í fjögur stig á móti Frökkum. Hvað hefur breyst? „Eru þeir ekki komnir með nýja leikmenn og nýjan þjálfara. Ég veit ekki hvað hefur breyst hjá þeim því ég er ekkert að spá í Tyrkjum,“ sagði Ragnar.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira