Innflytjendakonur og ofbeldi Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifar 11. nóvember 2019 14:45 Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Innflytjendamál Reykjavík Sabine Leskopf Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun