Allir í gegn nema Íslendingar Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 09:30 Íslenskt vegabréf. Vísir/ÓskarÓ Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun. EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Tyrkir eru greinilega ekki búnir að gleyma Burstamálinu fræga frá því í júní og þeir pössuðu sig á því að enginn Íslendingur labbaði í gegnum vegabréfaeftirlitið við komuna til Antalya. Undirritaður var í samfloti með tveimur íslenskum landsliðsmönnunum við komuna til Antalya og þar brunuðu allir í gegn nema við Íslendingarnir. Fyrst skoðaði landamæravörðurinn einhvern ljósritaðan lista á blaði sem mig grunar að hafi verið listi með leikmönnum íslenska landsliðsins. Þegar hann fann ekki nafn íslenska blaðamannsins á þessum lista þá kom smá fát á hann eins og hann vissi hvað hann átti að gera. Hann kallaði því til kollega síns og fékk að vita að allir Íslendingar þyrftu að fara í gegnum sérstaka skoðun. Á sama tíma fóru allir frá öðrum löndum auðveldlega í gegnum vegabréfsáritunina og það liðu ekki margar mínútur þar til að þeir einu sem stóðu eftir vorum við Íslendingarnir sem voru nýlentir í Antalya. Eftir um hálftíma bið kom lögreglumaður fram með vegabréfin og við fengum að fara inn í landið. Það voru engir stælar og ekkert svo sem til að kvarta yfir nema að þetta reyndi allt á þolinmæðina. Samkvæmt heimildum úr íslenska hópnum þá gekk þetta nokkuð hratt fyrir sig hjá okkur miðað við hjá sumum í liðinu. Þeir lentu í því að bíða lengi eftir að fá grænt ljós hjá landamæravörðunum, biðu síðan lengi eftir töskunum og enduðu síðan á því að það var gerð mjög ítarleg leit í farangri þeirra. Það var búið að vara íslensku leikmennina við að þetta gæti orðið raunin og þetta verður örugglega reynsla þeirra leikmanna sem koma ekki til Antalya fyrr en í dag. Þegar Tyrkirnir komu til Íslands í júní þá ferðaðist liðið sem einn hópur og þar þurftu allir að fara í gegnum vegabréfaskoðun í Leifsstöð. Tyrkir voru mjög ósáttir með þetta og kenndu Knattspyrnusambandi Íslands um að það væri venjubundið landamæraeftirlit við komuna til Íslands. Vandamál þeirra núna er að íslenski hópurinn er að skila sér hægt og rólega yfir fjóra daga eða frá föstudegi til mánudags. Leikmenn voru margir að spila á laugardag og sunnudag og hópurinn er því að skiptast niður á mörg flug. Hefnd Tyrkja var því aðeins flóknari en bitnaði um leið á öllum Íslendingum á leiðinni til Antalya. Reglan sem var sett var að enginn Íslendingur færi auðveldlega í gegnum skoðun.
EM 2020 í fótbolta Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07 Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Belginn með burstann biðst afsökunar í landsliðstreyju Tyrklands Belginn Corentin Siamang, sem var með uppþvottaburstann á lofti í Leifsstöð um síðustu helgi, hefur fengið nóg af áreiti frá Tyrkjum og steig fram í myndbandi í dag. 12. júní 2019 15:07
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Reyna að stöðva sigurgöngu Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld við Tyrkland í fjórðu umferð í undankeppni EM 2020 en leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum. 11. júní 2019 09:00