Komst ekki í liðið á Laugardalsvelli en spilar nú stjörnuhlutverk í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 23:30 Caglar Soyuncu fagnar sigri með Leicester City. Getty/Michael Regan Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira
Caglar Soyuncu er ein af óvæntu stjörnum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni en þessi öflugi tyrkneski miðvörður var fljótur að láta stuðningsmenn Leicester City gleyma Harry Maguire. Þegar Leicester City seldi Harry Maguire til Manchester United fyrir 80 milljónir punda í haust þá höfðu eflaust margir áhyggjur af því að varnarleikurinn yrði nú hvorki fugl né fiskur. Hver hefði svo sem getað séð það fyrir að fjórði kostur í miðverðinum á síðasta tímabili myndi leiða eina bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili. Það þekktu ekki margir Tyrkjann Caglar Soyuncu en knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers sá eitthvað í þessum 23 ára strák sem var fjórði í goggunarröð miðvarða Leicester City 2018-19 á eftir þeim Harry Maguire, Jonny Evans and Wes Morgan Brendan Rodgers sá á eftir Harry Maguire til Manchester United en í stað þess að kaupa miðvörð í staðinn þá gaf hann Caglar Soyuncu tækifærið. Það var fljótt að borga sig.Caglar Soyuncu í baráttu við Gylfa Sigurðsson í landsleik.Getty/Fatih AktasCaglar Soyuncu hafði setið allan tímann á varamannabekknum þegar Tyrkir mættu á Laugardalsvöllinn í júní og töpuðu 2-1. Nú var hann orðinn byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni og það sem meira er í spútnikliði tímabilsins. Leicster City vann enn á ný um helgina og hélt líka marki sínu hreinu. Liðið situr nú í öðru sætinu við hlið Chelsea en bæði lið eru átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Caglar Soyuncu telst seint vera hávaxinn miðvörður en hann er með mikinn sprengikraft og góðar tímasetningar. Ragnar Sigurðsson skoraði tvívegis eftir föst leikatriði í leiknum umrædda í Laugardalnum í júní en það verður mun erfiðara að leika eitthvað í líkindu við það eftir þegar Caglar Soyuncu er nú kominn í miðja tyrknesku vörnina. Það athyglisverða er að Caglar Soyuncu hefur myndað frábært miðvarðarpar með hinum reynslumikla Jonny Evans. Hver hefði séð þetta miðvarðarpar fyrir sér passa svona vel saman.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Sjá meira