Elskar að elta storma í íslenskri veðurparadís Björn Þorfinnsson skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Muhammed Emin Kizilikaya veðuráhugamaður Fréttablaðið/Stefán Karlsson Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma. „Það er mömmu að þakka að ég fékk áhuga á veðri. Þegar ég var smábarn var ég alltaf að horfa upp í skýin. Hún gaf mér þá bók fyrir börn sem útskýrði á einfaldan hátt hvernig veðrið virkar. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Muhammed. Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Eftir að áhuginn á veðrinu kviknaði sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. „Venjuleg áhugamál heilluðu mig ekki heldur miklu frekar fróðleikur um hvernig náttúran virkar. Þegar ég var um 10-11 ára gamall kunni ég orðið öll latnesk heiti á hinum ýmsu skýjamyndunum. Þrátt fyrir að þetta sé kannski skrítið áhugamál á táningsaldri þá hef ég aldrei orðið fyrir neinu aðkasti. Ég hef alltaf upplifað frekar áhuga og jafnvel aðdáun fólks þegar ég fer að tala um veðrið,“ segir Muhammed. Á unglingsaldri lá hann yfir gervitunglamyndum og fljótlega voru vinir og vandamenn farnir að hringja í hann til þess að fá upplýsingar um veður næstu daga eða vikur. Einn af draumaáfangastöðum hans, út af margbreytilegu veðri, var Ísland og eftir að frændi hans hafði mælt með námi á Íslandi ákvað hann að skrá sig í Háskóla Íslands árið 2013. Veðrið skemmdi ekki fyrir. „Fyrir mér er Ísland veðurparadís. Ég nýt þess að vera úti í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnabrúnirnar frjósi,“ segir Muhammed og hlær. Það skýtur þó skökku við að Muhammed nemur hér félagsfræði en ekki veðurfræði. „Ég er múslimi og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að það væri samfélagslega mikilvægara að læra félagsfræði. Ég vil berjast gegn fordómum í veröldinni. Veðrið verður samt alltaf ástríða mín númer eitt. Það mun aldrei breytast,“ segir hann. Undanfarin ár hefur Muhammed skapað sér aukastarf sem stormeltir (e. storm chaser). „Ég rýk út þegar von er á miklu óveðri og tek myndbönd af hamförunum. Það er stórt samfélag úti í Bandaríkjunum í tengslum við hvirfilbylji en er frekar nýtt af nálinni í Evrópu. Ég er í góðu sambandi við áhugamenn í mörgum löndum og myndbönd mín hafa oft verið birt í stórum fréttamiðlum erlendis.“ Hann segir að réttar aðstæður skapist þó ekki nema af og til og þegar það gerist einbeiti hann sér að þéttbýli. „Rokið þarf helst að fara yfir 20 metra á sekúndu. Ég er búinn að kortleggja höfuðborgarsvæðið vel og veit um staði þar sem byggingarnar magna rokið. Ég fann það fljótt út að myndbönd sem sýna áhrif veðurs á þéttbýli vekja mun meiri áhuga en í óbyggðir,“ segir Mohammed. Þá hefur hann meira að segja boðið gestum með sér í stormeltiferðir. „Íslenskir vinir mínir eru yfirleitt ekki mjög áhugasamir. Þeir vilja helst vera inni í vondu veðri. Þeir sem láta til leiðast elska þetta þó yfirleitt.“ Hann segir mikilvægt að setja öryggið á oddinn í ofsaveðrinu. „Það geta margs konar hættur skapast í mestu vindhviðunum og þess vegna er ég mjög varkár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma. „Það er mömmu að þakka að ég fékk áhuga á veðri. Þegar ég var smábarn var ég alltaf að horfa upp í skýin. Hún gaf mér þá bók fyrir börn sem útskýrði á einfaldan hátt hvernig veðrið virkar. Þá varð ekki aftur snúið,“ segir Muhammed. Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Eftir að áhuginn á veðrinu kviknaði sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. „Venjuleg áhugamál heilluðu mig ekki heldur miklu frekar fróðleikur um hvernig náttúran virkar. Þegar ég var um 10-11 ára gamall kunni ég orðið öll latnesk heiti á hinum ýmsu skýjamyndunum. Þrátt fyrir að þetta sé kannski skrítið áhugamál á táningsaldri þá hef ég aldrei orðið fyrir neinu aðkasti. Ég hef alltaf upplifað frekar áhuga og jafnvel aðdáun fólks þegar ég fer að tala um veðrið,“ segir Muhammed. Á unglingsaldri lá hann yfir gervitunglamyndum og fljótlega voru vinir og vandamenn farnir að hringja í hann til þess að fá upplýsingar um veður næstu daga eða vikur. Einn af draumaáfangastöðum hans, út af margbreytilegu veðri, var Ísland og eftir að frændi hans hafði mælt með námi á Íslandi ákvað hann að skrá sig í Háskóla Íslands árið 2013. Veðrið skemmdi ekki fyrir. „Fyrir mér er Ísland veðurparadís. Ég nýt þess að vera úti í roki og hríðarbyljum, helst þannig að augnabrúnirnar frjósi,“ segir Muhammed og hlær. Það skýtur þó skökku við að Muhammed nemur hér félagsfræði en ekki veðurfræði. „Ég er múslimi og eftir miklar vangaveltur ákvað ég að það væri samfélagslega mikilvægara að læra félagsfræði. Ég vil berjast gegn fordómum í veröldinni. Veðrið verður samt alltaf ástríða mín númer eitt. Það mun aldrei breytast,“ segir hann. Undanfarin ár hefur Muhammed skapað sér aukastarf sem stormeltir (e. storm chaser). „Ég rýk út þegar von er á miklu óveðri og tek myndbönd af hamförunum. Það er stórt samfélag úti í Bandaríkjunum í tengslum við hvirfilbylji en er frekar nýtt af nálinni í Evrópu. Ég er í góðu sambandi við áhugamenn í mörgum löndum og myndbönd mín hafa oft verið birt í stórum fréttamiðlum erlendis.“ Hann segir að réttar aðstæður skapist þó ekki nema af og til og þegar það gerist einbeiti hann sér að þéttbýli. „Rokið þarf helst að fara yfir 20 metra á sekúndu. Ég er búinn að kortleggja höfuðborgarsvæðið vel og veit um staði þar sem byggingarnar magna rokið. Ég fann það fljótt út að myndbönd sem sýna áhrif veðurs á þéttbýli vekja mun meiri áhuga en í óbyggðir,“ segir Mohammed. Þá hefur hann meira að segja boðið gestum með sér í stormeltiferðir. „Íslenskir vinir mínir eru yfirleitt ekki mjög áhugasamir. Þeir vilja helst vera inni í vondu veðri. Þeir sem láta til leiðast elska þetta þó yfirleitt.“ Hann segir mikilvægt að setja öryggið á oddinn í ofsaveðrinu. „Það geta margs konar hættur skapast í mestu vindhviðunum og þess vegna er ég mjög varkár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira