Körfubolti

Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni

Hlynur í leik með Stjörnunni.
Hlynur í leik með Stjörnunni. Vísir/Vilhelm
„Ótrúlegt hvernig þetta endaði, þeir misstu hausinn algjörlega og voru pirraðir. Á sama tíma náum við að setja all ofan í en þetta var alveg leikur fram að því,“ sagði Hlynur hálf orðlaus að leik loknum en gestirnir úr Vesturbænum skoruðu aðeins níu stig í 4. leikhluta á meðan Stjarnan setti nær allt ofan í.

„Held að við getum verið mjög ánægðir með hann. Það er miklu skemmtilegra að vinna lið sem hefur verið langbesta lið landsins undanfarin ár. En að sama skapi höfum við séð þetta áður frá þeim og þeirra lið mun ekki vera svona, bæði mannskapurinn og holningin, þegar komið er í úrslitakeppnina. Þeir eiga eftir að taka mörg skref fram eftir þetta,“ sagði Hlynur hógvær um leik kvöldsins en að venju var Hlynur kóngur í ríki sínu undir körfunni með 19 fráköst. Hann virðist þó reikna með að KR-ingar, líkt og oft áður, komi sterkir inn á nýju ári.

„En við erum samt stoltir af þessum en við skulum ekki halda að þetta sé staðurinn sem KR verður á.“

„Fyrir utan þennan leik er ég ekki alveg sáttur við okkur og finnst við eiga nóg inni varnarlega,“ sagði Hlynur að lokum aðspurður út í líðan Stjörnumanna eftir níu umferðir þar sem liðið situr á toppi deildarinnar með sjö sigra og tvö töp, ásamt Keflavík og Tindastól.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×