Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2019 22:16 Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður við löndun á Borgarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. Þessu kynntust okkar menn á ferð um Borgarfjörð eystri á dögunum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þeir nálgast tuginn, smábátarnir sem róa frá Borgarfirði eystra og þar eru þeir grunnstoð atvinnulífsins. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður var við löndun ásamt dóttur sinni, Steinunni:Horft yfir höfnina á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ segir Kári. Meginhluti afla bátanna fer til vinnslu í fiskverkun Kalla Sveins, sem er stærsta fyrirtæki byggðarinnar, með tíu til tólf starfsmenn yfir veturinn.Karl Sveinsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ segir Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko. Svo reyndar erum við með verkun svolítið í saltfisk og flök fyrir mötuneyti og einstakinga,“ segir Karl.Hákarlinn skorinn í bita í Fiskverkun Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höfnin við Hafnarhólma þykir einhver sú fegursta á landinu. En er hún að sama skapi góð?Dóttirin Steinunn Káradóttir rær með föður sínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ segir trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. Þessu kynntust okkar menn á ferð um Borgarfjörð eystri á dögunum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þeir nálgast tuginn, smábátarnir sem róa frá Borgarfirði eystra og þar eru þeir grunnstoð atvinnulífsins. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður var við löndun ásamt dóttur sinni, Steinunni:Horft yfir höfnina á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ segir Kári. Meginhluti afla bátanna fer til vinnslu í fiskverkun Kalla Sveins, sem er stærsta fyrirtæki byggðarinnar, með tíu til tólf starfsmenn yfir veturinn.Karl Sveinsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ segir Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko. Svo reyndar erum við með verkun svolítið í saltfisk og flök fyrir mötuneyti og einstakinga,“ segir Karl.Hákarlinn skorinn í bita í Fiskverkun Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höfnin við Hafnarhólma þykir einhver sú fegursta á landinu. En er hún að sama skapi góð?Dóttirin Steinunn Káradóttir rær með föður sínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ segir trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43