Heimsótti alla NFL-vellina á 84 dögum og setti heimsmet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2019 09:45 Burner er hér á velli Íslandsvinana í Minnesota Vikings. mynd/instagram Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26 Bandaríkin NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26
Bandaríkin NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira