Heimsótti alla NFL-vellina á 84 dögum og setti heimsmet Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2019 09:45 Burner er hér á velli Íslandsvinana í Minnesota Vikings. mynd/instagram Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26 Bandaríkin NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Englendingurinn Jacob Burner frá Leeds komst í heimsmetabók Guinness í nótt er hann mætti á leik Atlanta Falcons og New Orleans Saints í NFL-deildinni. Hann er þar með búinn að sjá leik á öllum völlum NFL-deildarinnar á 84 dögum sem skilar honum í heimsmetabókina. Gamla metið var 86 dagar. „Ég átti mér alltaf draum um að fara í ferð þar sem ég myndi fara á fimm velli í einni ferð. Svo í kjölfarið fæddist hugmyndin að komast á alla vellina á meðan ég lifi,“ sagði Burner en þá kom allt í einu þessi stóra hugmynd. „Ég var að skoða málin og rakst þá á þetta met sem var 86 dagar, 10 tímar og 25 mínútur sett af Alicia Barnhart árið 2015. Að slá þetta met var alltaf í huga mér. Er ég hafði reiknað út að þetta væri mögulegt ákvað ég að slá til og reyna við þetta.“I still can’t quite get over today! Will shout out more people tomorrow but for now I have to thank @NFL, @NFLUK and @AtlantaFalcons for today and the Super Bowl tickets! I had no idea and it blew me away! A day I’ll never forget! #GuinnessWorldRecord#NFL100pic.twitter.com/efmiJfZlCa — The Football Wanderer (@JBBFootball) November 29, 2019 Eins og gefur að skilja er þetta dýrt ævintýri enda þurfti Burner að fljúga um öll Bandaríkin og kaupa sér miða á leikina sem er ekki alltaf ódýrt. „Ég hafði verið að safna mér fyrir íbúð í mörg ár og átti því smá pening. Ég hugsaði með mér að ef ég myndi ekki gera þetta núna myndi ég aldrei gera það. Ég get alltaf safnað síðar fyrir íbúð.“ Það var vel tekið á móti honum í Atlanta í nótt. Hann fékk að fara niður á völl, hitta leikmenn og stjórnendur og var hann að lokum leystur út með miðum á Super Bowl í febrúar. Hægt var að fylgjast með ævintýri hans á Instagram hér og Twitter hér.Úrslitin í Þakkargjörðardagsleikjunum: Detroit-Chicago 20-24 Dallas-Buffalo 15-26 Atlanta-New Orleans 18-26
Bandaríkin NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira