Segir nýja auglýsingu fasíska og stalíníska Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. nóvember 2019 06:15 Guðmundur Oddur Magnússon, öðru nafni Goddur. Fréttablaðið/Ernir Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn. Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við Listaháskóla Íslands og betur þekktur sem Goddur, segir myndmál í auglýsingu um stofnfund Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál bæði fasískt og stalínískt. Staða mannsins fyrir miðri myndinni gefi það til kynna. Auglýsingin hefur verið mikið til umræðu og bendluð við kynþáttahyggju og karlrembu. „Þetta er klassísk staða sem sést í myndum frá árunum 1930 til 1940 og þeim þjóðrembingi sem var á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta sást til dæmis í Þýskalandi, Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Þarna stendur ofurmennið, „Übermensch“, fremst. Þetta er fasískt myndmál sem einnig tilheyrir stalínisma. Það er alveg á hreinu,“ segir Goddur. Þó að myndin sé fasísk í eðli sínu þá er ekki hægt að sjá í henni beina kynþáttahyggju, eins og nasistar þriðja ríkisins stunduðu. Kynþáttahyggja hafi þó verið undirliggjandi hugmyndafræði á þessum árum. „Ef það væri kynþáttahyggja í þessari mynd þá væri verið að sýna til dæmis blökkufólk á afkáralegan hátt, með bein í nefinu og slíkt,“ segir Goddur. Vísar hann til skopmynda og bóka á borð við Tíu litla negrastráka í því samhengi. „Víkingar sem slíkir koma kynþáttahyggju ekki neitt við. En þó má sjá myndir af þeim, til dæmis á plakötum danskra þjóðernissinna frá stríðsárunum, sem börðust gegn bolsévikum, og í pólitískum áróðri þriðja ríkisins.“ Myndina sem slíka verði að skoða út frá sögulegu samhengi, til dæmis hvað varðar kynþáttahyggju og karlrembu. „Þarna er verið að endurvinna myndmál frá ákveðnum tíma og það þýðir ekki að meta fortíðina út frá okkar eigin forsendum í dag, um hvað sé karllægt og kvenlægt,“ segir Goddur. „Veröldin var karllæg á þessum tíma, öll sömul, og öll tilvísun þar með. Jafnréttisumræðan er seinni tíma mál.“ Goddur tekur hins vegar undir að með notkun myndarinnar komi fram fortíðarþrá, það er að hlutirnir hafi verið betri í þá daga. Upprunalega myndin sem notuð er í auglýsingunni birtist sem forsíðumynd Morgunblaðsins sunnudaginn 5. júlí árið 1942. Þann dag fóru fram alþingiskosningar og ber efni blaðsins það augljóslega með sér. Fjölmargar auglýsingar og greinar um nauðsyn þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn birtust í þessu blaði, og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að kjósa fulltrúa flokksins. Á forsíðu blaðsins sést myndin í heild sinni og má þá sjá fjölda fólks í Almannagjá á Þingvöllum, veifandi fánum og með listabókstaf Sjálfstæðisflokksins á skiltum. Myndin er ekki merkt en á þessum árum teiknaði listamaðurinn Stefán Jónsson margar myndir fyrir flokkinn.
Auglýsingamarkaður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira