Frozen II innblásin af íslenskri náttúru Davíð Stefánsson skrifar 29. nóvember 2019 07:45 Glöggir áhorfendur ættu að geta séð í myndinni innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru. Mynd/Disney Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Íslensk náttúra kemur nokkuð við sögu í Disney-teiknimyndinni Frozen II sem sýnd er í kvikmyndahúsum víða um heim. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að Disney Media sem framleiðir teiknimyndina hafi haft samband fyrir ári og viljað skoða samstarf þar sem myndin væri innblásin af Íslandi, Finnlandi og Noregi. „Handritshöfundar höfðu farið í reisu um þessi lönd þegar leitað var eftir innblæstri fyrir Frozen II fyrir nokkrum árum og heilluðust af bakgrunnslandslaginu. Þeir vilja þó ekki gefa upp hvaða staðir nákvæmlega veittu þeim innblástur en glöggir áhorfendur geta vel séð innblástur til dæmis frá Svínafellsjökli, Jökulsárlóni, Seljalandsfossi og Reynisfjöru,“ segir hún. Inga Hlín segir að ef myndin verður jafnvinsæl og fyrri myndin sé þetta gríðarlega mikil landkynning. „Tengingin er sterk í myndinni. Þú sérð svarta fjöru, jökla, hreindýr, fossa, gljúfur og íshella. Allt eru þetta atriði sem eru mikið tengd landinu okkar. Ég tel þetta mjög dýrmætt fyrir okkur sem stöndum í landkynningu og gefa okkur mörg tækifæri til þess að ná til fjölskyldufólks og gefa því hugmynd að ferð til landsins.“ Teiknimyndin Frozen II segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna töframáttarins sem Elsa býr yfir. Inga Hlín segir að handritshöfundar hafa einnig sagst hafa fengið innblástur frá myrkrinu og hinu dulræna á Íslandi á meðan innblásturinn að Önnu hafi frekar komið frá Noregi. Þeir lýsi Íslandi á þann veg að þeim finnist það notalegt og ævintýralegt. Inga Hlín segir að í september síðastliðnum hafi framleiðendur og einn handritshöfunda myndarinnar komið til Íslands, ásamt fjórtán blaðamönnum stórra fjölmiðla frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu, til að kynna myndina. Íslandsstofa skipulagði fjögurra daga fjölmiðlaferð fyrir hópinn, ásamt Icelandair og Markaðsstofu Suðurlands, þar sem farið var á tökuslóðir, meðal annars í dagsferð upp á Svínafellsjökul. Þá var íslenskt landslag einnig innblástur fyrir tónlistarmyndband sem tekið var upp hér á landi við titillag teiknimyndarinnar, Into the Unknown, í frönskum búningi en það er sungið af Charlotte Hervieux sem ljær Elsu rödd sína í frönsku útgáfunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira