Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 17:50 Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira