Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. nóvember 2019 17:50 Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir samkomulag til tveggja ára á blaðamannafundi í dag um að standa straum af rannsóknum fyrir byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni með það fyrir augum að fullkanna kosti á því að reisa þar og reka flugvöll sem myndi gegna hlutverki innanlandsflugvallar, varaflugvallar og flugvallar fyrir æfinga-, kennslu-, og einkaflug. Skýrsla um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins var kynnt á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður stýrihóps sem skipaður var í fyrra um verkefnið, kynnti inntak skýrslunnar og afhenti hana Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra. Að loknum veðurmælingum og flugprófunum, sem áætlað er að taki tvö ár, verður tekin ákvörðun um það hvort ráðast eigi í uppbyggingu flugvallar í Hvassahauni. Þetta er á meðal tillagna vinnuhópsins um flugvallakosti á suðvesturhorninu. Starfshópurinn mælist til þess að samgönguyfirvöld hefji viðræður við Reykjavík, sveitarfélögin á Suðurnesjum og aðra hlutaðeigandi aðila um flugvöll í Hvassahrauni. Ákvörðun um nýjan millilandaflugvöll þarf að taka með að lágmarki þrettán til sautján ára fyrirvara og nýjan innanlands- og varaflugvöll með allt að fimmtán ára fyrirvara. Samstarfsverkefnið felur í sér veðurrannsóknir, flugprófanir og vatnsverndarrannsóknir svo fátt eitt sé nefnt. Aðilar leggja hvor um sig hundrað milljónir króna til fjármögnunar rannsóknanna. Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. Dagur var ánægður að sjá á fundinum. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta mikill áfangi, mjög stórt skref. Stór mál verða auðvitað aldrei tekin nema í skrefum og þetta er mjög stórt skref. Þessi gullna setning; ef þetta reynist vænlegur kostur þá er stefnt að því að varaflugvöllurinn, innanlandsflugvöllur, æfingarkennslan og einkaflugið fari í Hvassahraun. Í mínum huga er þetta mjög ánægjuleg tímamót. Takk fyrir samstarfið,“ sagði borgarstjóri og beindi orðum sínum til vinnuhópsins og samstarfsaðila.Hér er hægt að lesa skýrsluna í heild sinni, umrætt samkomulag og horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Reykjavík Vogar Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira