Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 12:09 Frá Húsnæðisþingi á Hotel Nordica fyrr í dag. Íbúðalánasjóður Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson. Húsnæðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira
Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson.
Húsnæðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Sjá meira