Fór inn um dyr beint á móti lögreglustöðinni á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2019 09:15 Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli. Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53