Myndið nýja ríkisstjórn og breytið kvótakerfinu Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 27. nóvember 2019 10:00 Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar