Meðan Eva gaf kindunum fóðurbæti í fjárhúsunum hjálpuðust eiginmaðurinn Vigfús Auðbertsson og strákarnir þeirra, Auðunn og Bjarni, að við að fanga kind sem sloppið hafði út. Þau búa í nýlegu íbúðarhúsi en aðalstarf Vigfúsar er að reka vöruflutningafyrirtæki með föður sínum.

