Sainsbury's hætt að kaupa fisk af Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 13:20 Breska verslunarkeðjan Sainsbury's er hætt að kaupa frosinn fisk af dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðun um slíkt tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp, að því er fram kemur á vef Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsmálum.Í frétt Undercurrent News segir að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, og Sainsburys fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim, í stað Ice Fresh Seafood. Fyrirtækið keypti stærri verksmiðju í Bretlandi árið 2017 til þess að sinna aukinni eftirspurn frá Sainsbury's og Marks & Spencer. Í frétt Undercurrent News segir hins vegar að með brotthvarfi Sainsbury's sem viðskiptavinar standi verksmiðjan frammi fyrir verkefnaskorti.Sjá einnig: Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki ásökunum um mútugreiðslur í Samherjamálinu í Namibíu alvarlega. Fylgst sé náið með framvindu mála. Í frétt Undercurrent News er hins vegar haft eftir heimildarmanni sem þekkir til málsins að ákvörðun Sainsbury's um að hætta að skipta við Ice Fresh Seafood tengist ekki Samherjamálinu. Ákvörðun um slíkt hafi verið tekin áður en það kom upp. Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Sainsbury's er hætt að kaupa frosinn fisk af dótturfélagi Samherja í Bretlandi. Ákvörðun um slíkt tengist ekki Samherjamálinu og var tekin áður en það kom upp, að því er fram kemur á vef Undercurrent News sem sérhæfir sig í fréttum af sjávarútvegsmálum.Í frétt Undercurrent News segir að tveir kínverskir framleiðendur hafi komið í stað Ice Fresh Seafood, dótturfyrirtækis Samherja í Bretlandi, og Sainsburys fái nú þorsk, ýsu, ufsa og lax frá þeim, í stað Ice Fresh Seafood. Fyrirtækið keypti stærri verksmiðju í Bretlandi árið 2017 til þess að sinna aukinni eftirspurn frá Sainsbury's og Marks & Spencer. Í frétt Undercurrent News segir hins vegar að með brotthvarfi Sainsbury's sem viðskiptavinar standi verksmiðjan frammi fyrir verkefnaskorti.Sjá einnig: Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Áður hefur verið sagt frá því að breskir stórkaupendur á íslenskum fiski fylgist náið með Samherjamálinu. Þannig var sagt frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum að talsmaður Marks & Spencer krefjist þess af birgjum sínum að þeir stundi viðskipti á siðferðislegan og löglegan hátt. Verslunarkeðjan taki ásökunum um mútugreiðslur í Samherjamálinu í Namibíu alvarlega. Fylgst sé náið með framvindu mála. Í frétt Undercurrent News er hins vegar haft eftir heimildarmanni sem þekkir til málsins að ákvörðun Sainsbury's um að hætta að skipta við Ice Fresh Seafood tengist ekki Samherjamálinu. Ákvörðun um slíkt hafi verið tekin áður en það kom upp.
Bretland Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15 Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45 Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12 Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Samherjamenn undirbúa varnirnar Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa minnst fjórir forystumenn Samherja ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot. 26. nóvember 2019 06:15
Sérfræðingar ræddu Samherjamálið ekki sérstaklega Aðkoma ráðherra að setningu almennra laga og reglugerða eða ákvarðanataka sem varðar einstaka málaflokka leiðir almennt ekki til vanhæfis ráðherra. 25. nóvember 2019 19:45
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. 24. nóvember 2019 12:12
Taka ásökunum á hendur Samherja alvarlega Formaður fiskútflytjenda er sannfærður um að aðilar hér á landi hafi nú þegar fundið fyrir áhrifum kaupenda erlendis vegna Samherjamálsins. 14. nóvember 2019 21:00