Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00