Hársbreidd frá því að verða Norðurlandameistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2019 14:37 Keppendur Íslands í kata með verðlaun sín. Frá vinstri: Hugi, Þórður, Svana, Aron, Freyja, Oddný, Eydís og Tómas Pálmar. mynd/karatesamband íslands Um helgina kepptu 13 Íslendingar á Norðurlandamótinu í karate í Danmörku og unnu samtals þrjú silfur og tvö brons, öll í kata. Þórður Jökull Henrysson náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann vann báða undanriðla sína með yfirburðum og keppti til úrslita í flokki 16-17 ára pilta í kata. Í úrslitum mætti Þórður Teo Lappalainen frá Finnlandi. Þórður hlaut þar einkunnina 22,08 fyrir öfluga framkvæmd á kata Anan Dai en Finninn fékk 22,14 í einkunn. Hann vann því Þórð með aðeins 0,06 stiga mun sem er minnsti mögulegi munur á heildareinkunnum. Í 16-17 ára stúlknaflokki í kata varð Freyja Stígsdóttir langhæst í sínum undanriðli, rúmlega einum heilum á undan öðrum keppendum. Í úrslitum mætti hún Josephine Christiansen, ríkjandi Norðurlanda- og Danmerkurmeistara, og tapaði með 0,36 stiga mun. Hugi Halldórsson vann silfur í kata í flokki 14-15 ára pilta. Hann vann undanriðli sinn örugglega og mætti Svíþjóðarmeistaranum William Tran í úrslitum. Tran vann með talsverðum yfirburðum, rúmlega einum heilum í einkunn. Tómas Pálmar Tómasson keppti í sama flokki og Hugi. Hann tapaði fyrir Tran í undanriðli en vann svo bronsverðlaun. Í flokki 14-15 ára stúlkna í kata varð Eydís Magnea Friðriksdóttir önnur í sínum undanriðli og vann bronsviðureign sína örugglega. Aron Anh Ky Huynh var hársbreidd frá bronsverðlaunum í karlaflokki. Í annarri umferð gerði hann sér lítið fyrir og skákaði ríkjandi Norðurlandameistara, Svíanum Alexander Pagot. Aron varð annar í riðlinum á eftir Dananum August Andersen og tryggði sér viðureign um bronsið gegn Dovydas Zymantas frá Litháen. Aftur skildu aðeins 0,06 stig á milli keppenda og sá litháíski fékk bronsið. Í kumite náðu Máni Karl Guðmundsson, Hugi Halldórsson og Iveta Ivanova bestum árangri íslensku keppendanna. Þau kepptu öll um bronsverðlaun í sínum flokkum en töpuðu fyrir sterkum mótherjum. Karate Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira
Um helgina kepptu 13 Íslendingar á Norðurlandamótinu í karate í Danmörku og unnu samtals þrjú silfur og tvö brons, öll í kata. Þórður Jökull Henrysson náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann vann báða undanriðla sína með yfirburðum og keppti til úrslita í flokki 16-17 ára pilta í kata. Í úrslitum mætti Þórður Teo Lappalainen frá Finnlandi. Þórður hlaut þar einkunnina 22,08 fyrir öfluga framkvæmd á kata Anan Dai en Finninn fékk 22,14 í einkunn. Hann vann því Þórð með aðeins 0,06 stiga mun sem er minnsti mögulegi munur á heildareinkunnum. Í 16-17 ára stúlknaflokki í kata varð Freyja Stígsdóttir langhæst í sínum undanriðli, rúmlega einum heilum á undan öðrum keppendum. Í úrslitum mætti hún Josephine Christiansen, ríkjandi Norðurlanda- og Danmerkurmeistara, og tapaði með 0,36 stiga mun. Hugi Halldórsson vann silfur í kata í flokki 14-15 ára pilta. Hann vann undanriðli sinn örugglega og mætti Svíþjóðarmeistaranum William Tran í úrslitum. Tran vann með talsverðum yfirburðum, rúmlega einum heilum í einkunn. Tómas Pálmar Tómasson keppti í sama flokki og Hugi. Hann tapaði fyrir Tran í undanriðli en vann svo bronsverðlaun. Í flokki 14-15 ára stúlkna í kata varð Eydís Magnea Friðriksdóttir önnur í sínum undanriðli og vann bronsviðureign sína örugglega. Aron Anh Ky Huynh var hársbreidd frá bronsverðlaunum í karlaflokki. Í annarri umferð gerði hann sér lítið fyrir og skákaði ríkjandi Norðurlandameistara, Svíanum Alexander Pagot. Aron varð annar í riðlinum á eftir Dananum August Andersen og tryggði sér viðureign um bronsið gegn Dovydas Zymantas frá Litháen. Aftur skildu aðeins 0,06 stig á milli keppenda og sá litháíski fékk bronsið. Í kumite náðu Máni Karl Guðmundsson, Hugi Halldórsson og Iveta Ivanova bestum árangri íslensku keppendanna. Þau kepptu öll um bronsverðlaun í sínum flokkum en töpuðu fyrir sterkum mótherjum.
Karate Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Sjá meira