Enski boltinn

Woodward virtist öskra á Ferguson

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferguson og Woodward sátu saman í stúkunni á Bramall Lane.
Ferguson og Woodward sátu saman í stúkunni á Bramall Lane. vísir/getty
Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, virtist hrópa á Sir Alex Ferguson á meðan leik liðsins gegn Sheffield United í gær stóð.

Woodward, Ferguson og David Gill, fyrrverandi stjórnarformaður United, sátu saman í stúkunni á Bramall Lane.

Þeir áttu í hrókasamræðum á meðan leik stóð. Á einum tímapunkti virtist Woodward hrópa á Ferguson og gefa bendingar eins og sjá má hér fyrir neðan.



Þetta uppátæki Woodwards var ekki til að auka vinsældir hans hjá stuðningsmönnum United.

Woodward tók við sem stjórnarformaður United þegar Gill hætti störfum 2013, á sama tíma og Ferguson steig frá borði. Síðan þá hefur United ekki verið nálægt því að vinna Englandsmeistaratitilinn.

United lenti 2-0 undir gegn Sheffield United en náði forystunni eftir að hafa skorað þrjú mörk á átta mínútna kafla. Oliver McBurnie tryggði heimamönnum svo stig með marki í uppbótartíma. Lokatölur 3-3.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×