Villa upp í fimmtánda sæti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 22:00 Aston Villa er að gera góða hluti vísir/getty Aston Villa komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Newcastle í kvöld. Conor Hourihane skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu og kom heimamönnum yfir á Villa Park eftir um hálftíma leik. Anwar El Ghazi tvöfaldaði forystu Villa fjórum mínútum síðar og þar við sat. Lokatölur urðu 2-0 og með sigrinum fer Villa upp í 15. sæti deildarinnar. Steve Bruce var að snúa aftur á sinn gamla heimavöll, en hann var rekinn frá Villa í október 2018. Enski boltinn
Aston Villa komst aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Newcastle í kvöld. Conor Hourihane skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu og kom heimamönnum yfir á Villa Park eftir um hálftíma leik. Anwar El Ghazi tvöfaldaði forystu Villa fjórum mínútum síðar og þar við sat. Lokatölur urðu 2-0 og með sigrinum fer Villa upp í 15. sæti deildarinnar. Steve Bruce var að snúa aftur á sinn gamla heimavöll, en hann var rekinn frá Villa í október 2018.