Enski boltinn

„Hefði getað stýrt Man. Utd. ef ég héti Allerdicio“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Á tali með Stóra Sam.
Á tali með Stóra Sam. vísir/getty
Sam Allardyce segir að hann væri með erlent nafn hefði hann getað stýrt stærstu félögum Englands.

Stóri Sam var gestur í morgunþætti Alans Brazil á talkSPORT. Þar ræddu þeir m.a. um hvað knattspyrnustjórar á borð við Eddie Howe og Sean Dyche þyrftu að gera til fá vinnu hjá stærri félögum.

„Við getum allir farið til Celtic og unnið titla. Sean Dyche kom Burnley í Evrópukeppni. Það er miklu erfiðara en að vinna 6-7 leiki í bikarkeppni. Ég skil ekki þessa röksemdafærslu,“ sagði Allardyce.

„Stjórar hjá litlum félögum geta ekki búist við því að fá vinnu hjá stórum félögum með því að vinna titla. Þetta er þvættingur.“

Stóri Sam segir ef hann væri útlendingur hefði hann getað fengið að stýra stórliði.

„Ef þú ert Breti er besta leiðin til að fá starf í ensku úrvalsdeildinni að skipta um nafn,“ sagði Allardyce. „Ef ég héti Allerdicio hefði ég getað stýrt Manchester United.“



Stóri Sam hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Everton eftir tímabilið 2017-18.

Hann er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Bolton Wanderers. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og í Evrópukeppni. Þá var Stóri Sam þjálfari enska landsliðsins til skamms tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×