Enski boltinn

Stjóri Gylfa næstur til að fjúka?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Brúnaþungur
Brúnaþungur vísir/getty
Enn hafa engar fréttir borist frá Liverpool borg um framtíð Marco Silva, knattspyrnustjóra Everton, en flest bendir til þess að hann eigi ekki margar klukkustundir eftir í starfi hjá félaginu.

Tap Everton á heimavelli gegn nýliðum Norwich á laugardag var kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum félagsins en liðið situr í 15.sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er aðeins fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Stuðningsmenn Everton bauluðu á liðið í leikslok eftir Norwich leikinn og beindist reiðin aðallega að portúgalska knattspyrnustjóranum sem hefur verið við stjórnvölin síðan sumarið 2018.

David Moyes hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag en hann stýrði Everton frá 2002-2013 þegar hann yfir yfirgaf félagið til að taka við Manchester United. 

Tveir stjórar hafa verið látnir taka pokann sinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur; fyrst Javi Gracia hjá Watford og svo Mauricio Pochettino hjá Tottenham í síðustu viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×