Erlent

Þrennt látið eftir flóð í Frakklandi og á Ítalíu

Andri Eysteinsson skrifar
Hér má sjá þjóðveginn sem hrundi vegna skriðu í norðurhluta Ítalíu.
Hér má sjá þjóðveginn sem hrundi vegna skriðu í norðurhluta Ítalíu. AP/Vigili di Fuoco
Mikið rigndi í Frakklandi og á Ítalíu þessa helgina, rigningin olli flóðum víðsvegar um löndin tvö. Að minnsta kosti þrír eru látnir vegna flóðanna og þá hafa samgöngur orðið fyrir truflunum og skriður hafa fallið. AP greinir frá.

Nærri ítölsku hafnarborginni Savona í Lígúríu-héraði landsins féll skriða og tók með sér 30 metra langan hluta A6 þjóðvegarins. Í frétt AP segir að litlu hafi munað að slys hefðu orðið á fólki þegar að vegurinn gaf sig. Annars staðar á norður-Ítalíu lést kona í bifreið sinni eftir að áin Bomida flæddi yfir bakka sína og hreif bíl hennar með sér.

Þá hefur verið staðfest að tveir hafi látið lífið í nágrannaríkinu Frakklandi. Einn fannst látin í bíl sínum í bænum Cabasse og annar lést eftir að björgunarbátur sökk nærri franska bænum Muy. Leit stendur yfir að fjórum sem saknað er eftir flóðanna, þetta segir innanríkisráðherrann Christophe Castaner. 1600 hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna.

Franska veðurstofan, Meteo France, segir að úrhellið yfir helgina hafi jafnast á við meðalrigningu heilla tveggja mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×