Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja uggandi um störf sín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 14:24 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mynd/Heilbrigðisstofnun suðurnesja Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra. Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er uggandi um störf sín vegna samskiptaleysis við framkvæmdastjórn stofnunarinnar en samskipti hafa verið lítil sem engin undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í greinagerð sem hjúkrunarfræðingur á HSS sendi Öldungaráði Suðurnesja. Frá þessu er greint á fréttamiðlinum Suðurnes. Mikil ólga hefur verið á meðal starfsfólks á HSS síðan nýr forstjóri tók við rekstri stofnunarinnar og skrifuðu á annan tug starfsmanna undir vantraustsyfirlýsingu á forstjórann. Þeir sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru deildarstjórar og skrifuðu allir deildarstjórar stofnunarinnar undir yfirlýsinguna. Aðrir starfsmenn skrifuðu ekki undir hana samkvæmt heimildum fréttastofu. Í greinargerðinni er samskiptum á milli almenns starfsfólks og nýs forstjóra lýst og fer þar ekki góðum sögum, en hjúkrunarfræðingurinn sem skrifaði greinargerðina segir þau vera ófagmannleg. Starfsmenn hafi heyrt það á göngum stofnunarinnar að loka eigi deildum, þar á meðal fæðingardeildar og hvíldar- og endurhæfingarpláss á stofnuninni. Auk þess virðist herferð í gangi þar sem dregið sé úr hjúkrunarstjórnun, lítið sé gert úr hjúkrunarfræðingum og að forstjórinn lýsi áhyggjum þeirra sem „kerlingarvæli í hjúkkum sem höndla ekki breytingar.“ Þegar hafi tveir hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum við deildina og margir séu að hugsa sinn gang. Markús Ingólfur við doktorsvörn sína í Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann fjallaði um starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun.Háskólinn í Reykjavík Þá lýsir hún því að verulegur söknuður sé eftir fráfarandi framkvæmdarstjóra hjúkrunar, Ingibjörgu Steindórsdóttir. Hún hafi sagt upp störfum vegna samskiptaörðugleika við umræddan forstjóra. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er Markús Ingólfur Eiríksson en hann var skipaður í stöðuna af Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í febrúar síðastliðnum. Markús tók við starfinu 1. mars síðastliðinn og er skipaður í það til fimm ára. Ráðherra skipaði Markús að undangengnu mati hæfisnefndar. Markús er með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands og doktorspróf í endurskoðun með áherslu á stjórnarhætti fyrirtækja. Hann starfaði frá árinu 2016 hjá Ríkisendurskoðun sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði. Áður starfaði hann hjá Ernst & Young Reykjavík, fyrst sem sérfræðingur í endurskoðun en síðan sem verkefnastjóri. Í niðurstöðum hæfnisnefndar segir að Markús hafi yfirgripsmikla þekkingu á stjórnsýslu. Hann hafi í starfi sínu hjá Ríkisendurskoðun unnið að stjórnsýsluúttektum sem m.a. tengjast heilbrigðisþjónustunni, s.s. heilsugæslu á landsbyggðinni, Sjúkratryggingum íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og nýlega Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þess er einnig getið í niðurstöðu hæfnisnefndar að Markús hafi afar skýra sýn á áskoranir stofnunarinnar til skemmri og lengri tíma litið. Fréttin var uppfærð kl. 17. 10 þann 25. nóvember. Fréttastofu barst ábending um að allir deildarstjórar, og aðeins þeir, hafi skrifað undir vantraustyfirlýsingu gegn forstjóra.
Grindavík Heilbrigðismál Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður Vogar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira