430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2025 20:03 Kolbrún Guðmundsdóttir, sem er formaður Kennarafélags Suðurlands og kennari í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni“ í skólastarfi voru aðal málin á tveggja daga haustþingi kennara á Suðurlandi. Formaður Kennarafélags Suðurlands treystir sér ekki til að segja um hvort banna eigi símanotkun eða ekki í sunnlenskum skólum. Um 430 grunnskólakennarar af öllu Suðurlandi sóttu haustþingið á fimmtudaginn og föstudaginn á Flúðum en þar var m.a. boðið upp á fjölbreyttar kynningar úr skólastarfi og 25 fjölbreytta fyrirlestra. „Fyrir utan það vorum við með viðburð, sem við köllum „Líttu þér nær“ þar sem kennarar deila skemmtilegum verkefnum hver með öðrum og ég huga að við séum með svona 50 atriði til sýnis hérna inni“, segir Kolbrún Guðmundsdóttir, formaður Kennarafélags Suðurlands og kennari í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Hvað er svona mest inn eins og sagt er í skólastarfinu í dag? „Við erum mikið að fjalla um gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni held ég bara“. Gervigreindin, hvernig líst þér á hana í skólastarfinu? „Vel en við verðum að vanda innleiðingu, það er okkar verkefni þessa dagana, kunna að nota hana,“ segir Kolbrún. Talandi um gervigreind þá var Björn Kristjánsson verkefnisstjóri með mjög áhugaverðan fyrirlestur um þann þátt í skólastarfi, kosti og galla greindarinnar. Erindið um gervigreindina vakti mikla athygli. En símanotkun nemenda í skólanum, hvað vill Kolbrún gera í því? Þá held ég að við verðum að stýra aðgenginu”, segir hún. En viltu banna síma í skólum? „Ég veit það ekki, ég get ekki svarað því en það hefur virkað vel í þeim skóla, sem ég hef verið í að vera með símabann. Við höfum séð öðruvísi félagsleg samskipti og aukin félagsleg samskipti.” Hér má sjá þær reglur, sem gilda um notkun á símum og snjalltækjum í Flúðaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig er að vera kennari í dag? „Það er eitt besta starf í heimi af því að við fáum að vera með ungmennum og flottu fólki alla daga,” segir Kolbrún. Um 430 grunnskólakennarar af öllu Suðurlandi sóttu kennaraþingið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Grunnskólar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Um 430 grunnskólakennarar af öllu Suðurlandi sóttu haustþingið á fimmtudaginn og föstudaginn á Flúðum en þar var m.a. boðið upp á fjölbreyttar kynningar úr skólastarfi og 25 fjölbreytta fyrirlestra. „Fyrir utan það vorum við með viðburð, sem við köllum „Líttu þér nær“ þar sem kennarar deila skemmtilegum verkefnum hver með öðrum og ég huga að við séum með svona 50 atriði til sýnis hérna inni“, segir Kolbrún Guðmundsdóttir, formaður Kennarafélags Suðurlands og kennari í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Hvað er svona mest inn eins og sagt er í skólastarfinu í dag? „Við erum mikið að fjalla um gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni held ég bara“. Gervigreindin, hvernig líst þér á hana í skólastarfinu? „Vel en við verðum að vanda innleiðingu, það er okkar verkefni þessa dagana, kunna að nota hana,“ segir Kolbrún. Talandi um gervigreind þá var Björn Kristjánsson verkefnisstjóri með mjög áhugaverðan fyrirlestur um þann þátt í skólastarfi, kosti og galla greindarinnar. Erindið um gervigreindina vakti mikla athygli. En símanotkun nemenda í skólanum, hvað vill Kolbrún gera í því? Þá held ég að við verðum að stýra aðgenginu”, segir hún. En viltu banna síma í skólum? „Ég veit það ekki, ég get ekki svarað því en það hefur virkað vel í þeim skóla, sem ég hef verið í að vera með símabann. Við höfum séð öðruvísi félagsleg samskipti og aukin félagsleg samskipti.” Hér má sjá þær reglur, sem gilda um notkun á símum og snjalltækjum í Flúðaskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig er að vera kennari í dag? „Það er eitt besta starf í heimi af því að við fáum að vera með ungmennum og flottu fólki alla daga,” segir Kolbrún. Um 430 grunnskólakennarar af öllu Suðurlandi sóttu kennaraþingið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Grunnskólar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira