Fótbolti

Öruggur sigur Inter | Tók Lukaku tólf leiki að skora tíu mörk á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lukaku í baráttunni í kvöld.
Lukaku í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Inter heldur áfram að elta Juventus eins og skugginn en Antonio Conte og lærisveinar hans unnu 3-0 sigur á Torino á útivelli í kvöld.

Lautaro Martinez skoraði fyrsta markið strax á 12. mínútu og tuttugu mínútum síðar tvöfaldaði varnarmaðurinn Stefan De Vrij forystuna.

Í síðari hálfleik var röðin komin að Romelu Lukaku sem skoraði þriðja mark Inter en þetta var hans tíunda mark á Ítalíu.







Fleiri urðu mörkin ekki og Inter er því áfram í öðru sætinu, stigi á eftir ríkjandi meisturum í Juventus. Torino er í 12. sætinu.

AC Milan og Napoli gerðu svo 1-1 jafntefli. Hirving Lozano kom Napoli yfir á 24. mínútu en fimm mínútum síðar jafnaði Giacomo Bonaventura metin.

AC Milan er í 13. sæti deildarinnar með einungis fjórtán stig eftir þrettán leiki en Napoli er í sjöunda sætinu með tuttugu stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×