Erlent

Níu hundruð fá boð í DNA-próf í von um að lausn finnist á 23 ára hryllilegu morðmáli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Málið hefur vakið mikla athygli.
Málið hefur vakið mikla athygli. Ap/DPA
Lögregluyfirvöld í þýska bænum Grevenbroich hafa sent 900 mönnum boð um að koma í DNA-próf í von um að komast til botns í 23 ára gömlu morðmáli.

Árið 1996 fannst lík hinnar ellefu ára gömlu Claudiu Ruf í 70 kílómetra fjarlægð frá bænum. Tveimur dögum áður hafði henni verið rænt er hún var úti að labba með hund nágranna fjölskyldu hennar.

Lík hennar fannst illa farið en hún hafði verið kynferðislega misnotkuð auk þess að á henni fundust brunasár. Svo virðist sem að ódæðismaðurinn eða mennirnir hafi reynt að brenna lík hennar.

Þeir sem bera ábyrgð á verknaðinum hafa hins vegar aldrei fundist. Hefur því verið brugðið á það ráð að bjóða 900 karlmönnum boð um að koma í DNA-próf svo að vísbendingar fáist, en rannsakendur söfnuðu DNA-gögnum á vettvangi og vilja bera þau saman við DNA íbúa bæjarins.

Rannsakendur vona að nýleg þróun í DNA-próftækni komi þeim á sporið. Þannig vona þeir að af þessum 900 mönnum sem boðaðir hafa verið í DNA-próf leynist skyldmenni þess sem skildi eftir sig DNA þar sem Ruf fannst,  en mun auðveldara er nú en áður að greina slíkt.

Í síðustu viku grátbað faðir fórnarlambsins íbúa bæjarins að taka þátt í DNA-prófunum, þannig væri auknar líkur á því að hægt væri að leysa málið og komast að hinnu sanna.

Búist er við því að það munu taka fjórar til átta vikur að fá niðurstöður úr prófunum og hvort að þau hafi skilað einhverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×