Færeyjar, Noregur og ESB vandi Íslendingum ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2019 08:45 Sjávarútvegsráðherra jók makrílkvótann um 32 þúsund tonn í sumar. fbl/gva Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. Sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð í lok júní um að kvótinn yrði aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn, sem skila átti 3 milljörðum meira í útflutningstekjur. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í „harðorðri yfirlýsingu,“ sem Guardian segist hafa undir höndum, og undirrituð var af sendinefndum Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja í október síðastliðnum. Yfirlýsingin er afsprengi yfirstandandi deilna Íslendinga við fyrrnefnd ríki, en formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins hefur áður sakað íslensk stjórnvöld um „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta. Aukningin var tekin fyrir í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september, en sjávarútvegsráðherra hefur áður vísað sambærilegri gagnrýni á bug. „Sendinefndirnar harma mjög þá ákvörðun Íslands árið 2019 að auka kvóta sinn einhliða langt um fram fyrri kröfur, sem sendinefndirnar höfðu ekki fallist á,“ á jafnframt að standa í umræddri yfirlýsingu ríkjanna þriggja, sem sjávarútvegsráðherra hefur áður sagt að haldi Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Ríkin þrjú eiga hins vegar að hafna þessari upplifun Íslands í yfirlýsingunni og skella skuldinni á íslensk stjórnvöld. Það séu þau sem vilja ekkert samráð hafa áður en þau taka jafn afdrifaríkar ákvarðanir um aukinn markílkvóta.Kristján Þór Júlíusson hefur áður vísað sambærilegri gagnrýni á bug.Vísir/vilhelm„Ákvörðun sem þessi, sem byggir ekki á neinum vísindalegum grunni, grefur undan tilraunum Evrópusambandsins, Noregs og Færeyjum til að að tryggja sjálfbærni stofnsins til framtíðar og ákvörðuninni um að auka ekki heildarkvótann árið 2019.“ Í yfirlýsingunni er þó ekkert minnst á mögulegar viðskiptaþvinganir gegn Íslandi, sem borið hafa á góma í þessari umræðu. Sendinefndirnar vilji aðeins hvetja Íslendinga til að setjast aftur við samningaborðið og tryggja þannig sjálfbærar veiðar til framtíðar. Á hverju ári ákvarðar Alþjóðahafrannsóknaráðið hver hæfilegur heildarafli sé hverju sinni, að jafnaði um milljón tonn, þannig að tryggja megi fyrrnefnda sjálfbærni. Það kemur svo í hlut svæðisstofnanna á borð við NEAFC (North East Atlantic Fisheries Commission), sem Ísland, Evrópusambandið, Noregur, Danmörk og Rússar eiga aðild að, að framfylgja tilmælum Alþjóðahafrannsóknarráðsins. Íslendingar, Rússar og Grænlendingar eru hins vegar sakaðir um að auka kvóta sinn í trássi við tilmælin. Það hafi orðið til þess að önnur ríki í NEAFC hafi þurft að draga úr eigin veiðum, til að vega upp á móti aukningu fyrrnefndu ríkjanna. „Ef Ísland, Rússland og Grænland halda áfram að auka veiðar sínar á þessum hraða þá gæti það stefnt þessum heilbrigða stofni í voða,“ er haft eftir sjávarútvegsráðgjafanum Terri Portman í fyrrnefndri grein Guardian, sem má nálgast hér.Uppfært klukkan 9:20. Vegna yfirlýsingar ríkjanna þriggja vilja íslensk stjórnvöld koma eftirfarandi á framfæri:Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur gerðu með sér þriggja ríkja samning um skiptingu makríls árið 2014 og sá samningur var endurnýjaður óbreyttur haustið 2018. Það þýðir jafnframt að það eru þrír aðilar sem standa utan við samning, strandríkin Grænland og Ísland og veiðiríkið Rússland. Ísland hefur á þessum tíma lagt sig fram um að verða aðili að samningi, jafnt á vettvangi strandríkjanna en einnig með því að gangast fyrir samningafundum þar sem stjórn og skipting allra stóru uppsjávarstofnanna, makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar, eru rædd í einu lagi. Það er skoðun íslenskra stjórnvalda að ávallt sé best að nýta sameiginlega fiskistofna með heildarsamkomulagi allra aðila og áfram verður unnið að því marki. Evrópusambandið Færeyjar Noregur Sjávarútvegur Utanríkismál Tengdar fréttir Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 „Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. 21. ágúst 2019 15:15 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa ógnað sjálfbærni makrílstofnsins í Norðaustur-Atlantshafi með ákvörðun sinni um að auka makrílkvóta íslenskra skipa í sumar. Sjávarútvegsráðherra undirritaði reglugerð í lok júní um að kvótinn yrði aukinn úr 108 í 140 þúsund tonn, sem skila átti 3 milljörðum meira í útflutningstekjur. Þetta er meðal þess sem fram á að koma í „harðorðri yfirlýsingu,“ sem Guardian segist hafa undir höndum, og undirrituð var af sendinefndum Evrópusambandsins, Noregs og Færeyja í október síðastliðnum. Yfirlýsingin er afsprengi yfirstandandi deilna Íslendinga við fyrrnefnd ríki, en formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins hefur áður sakað íslensk stjórnvöld um „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta. Aukningin var tekin fyrir í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september, en sjávarútvegsráðherra hefur áður vísað sambærilegri gagnrýni á bug. „Sendinefndirnar harma mjög þá ákvörðun Íslands árið 2019 að auka kvóta sinn einhliða langt um fram fyrri kröfur, sem sendinefndirnar höfðu ekki fallist á,“ á jafnframt að standa í umræddri yfirlýsingu ríkjanna þriggja, sem sjávarútvegsráðherra hefur áður sagt að haldi Íslandi utan viðræðna um sameiginlega nýtingu á aflanum. Það hafi neytt Ísland til að taka ákvarðanir einhliða um makrílinn og verja þannig hagsmuni sína. Ríkin þrjú eiga hins vegar að hafna þessari upplifun Íslands í yfirlýsingunni og skella skuldinni á íslensk stjórnvöld. Það séu þau sem vilja ekkert samráð hafa áður en þau taka jafn afdrifaríkar ákvarðanir um aukinn markílkvóta.Kristján Þór Júlíusson hefur áður vísað sambærilegri gagnrýni á bug.Vísir/vilhelm„Ákvörðun sem þessi, sem byggir ekki á neinum vísindalegum grunni, grefur undan tilraunum Evrópusambandsins, Noregs og Færeyjum til að að tryggja sjálfbærni stofnsins til framtíðar og ákvörðuninni um að auka ekki heildarkvótann árið 2019.“ Í yfirlýsingunni er þó ekkert minnst á mögulegar viðskiptaþvinganir gegn Íslandi, sem borið hafa á góma í þessari umræðu. Sendinefndirnar vilji aðeins hvetja Íslendinga til að setjast aftur við samningaborðið og tryggja þannig sjálfbærar veiðar til framtíðar. Á hverju ári ákvarðar Alþjóðahafrannsóknaráðið hver hæfilegur heildarafli sé hverju sinni, að jafnaði um milljón tonn, þannig að tryggja megi fyrrnefnda sjálfbærni. Það kemur svo í hlut svæðisstofnanna á borð við NEAFC (North East Atlantic Fisheries Commission), sem Ísland, Evrópusambandið, Noregur, Danmörk og Rússar eiga aðild að, að framfylgja tilmælum Alþjóðahafrannsóknarráðsins. Íslendingar, Rússar og Grænlendingar eru hins vegar sakaðir um að auka kvóta sinn í trássi við tilmælin. Það hafi orðið til þess að önnur ríki í NEAFC hafi þurft að draga úr eigin veiðum, til að vega upp á móti aukningu fyrrnefndu ríkjanna. „Ef Ísland, Rússland og Grænland halda áfram að auka veiðar sínar á þessum hraða þá gæti það stefnt þessum heilbrigða stofni í voða,“ er haft eftir sjávarútvegsráðgjafanum Terri Portman í fyrrnefndri grein Guardian, sem má nálgast hér.Uppfært klukkan 9:20. Vegna yfirlýsingar ríkjanna þriggja vilja íslensk stjórnvöld koma eftirfarandi á framfæri:Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur gerðu með sér þriggja ríkja samning um skiptingu makríls árið 2014 og sá samningur var endurnýjaður óbreyttur haustið 2018. Það þýðir jafnframt að það eru þrír aðilar sem standa utan við samning, strandríkin Grænland og Ísland og veiðiríkið Rússland. Ísland hefur á þessum tíma lagt sig fram um að verða aðili að samningi, jafnt á vettvangi strandríkjanna en einnig með því að gangast fyrir samningafundum þar sem stjórn og skipting allra stóru uppsjávarstofnanna, makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar, eru rædd í einu lagi. Það er skoðun íslenskra stjórnvalda að ávallt sé best að nýta sameiginlega fiskistofna með heildarsamkomulagi allra aðila og áfram verður unnið að því marki.
Evrópusambandið Færeyjar Noregur Sjávarútvegur Utanríkismál Tengdar fréttir Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07 „Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. 21. ágúst 2019 15:15 Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Segir skoska sjómenn saka Íslendinga um sjórán vegna aukins makrílkvóta Makrílveiðar Íslendinga verða til umræðu í fiskveiðinefnd Evrópuþingsins í byrjun september. Chris Davies, formaður nefndarinnar hefur sagt það óábyrgt af íslendingum að auka einhliða kvóta á makríl úr tæpum 108 þúsund tonnum í rúm 140 þúsund tonn. 15. ágúst 2019 21:07
„Síðasta þorskastríð við Ísland endaði ekki vel“ Chris Davies, formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins vill að samráð komist á milli strandríkja í Atlantshafi um makrílkvóta áður en Bretland yfirgefur ESB. Hann óttast að þá muni Bretar standa einir eftir í deilu við Íslendinga. Sögulega séð hafi það ekki reynst Bretum vel. 21. ágúst 2019 15:15
Vísar gagnrýni um græðgi og ábyrgðarleysi Íslands til föðurhúsanna Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni græðgi og ábyrgðarleysi íslenskra stjórnvalda. Sjávarútvegsráðherra vísar allri gagnrýni til föðurhúsanna. 14. ágúst 2019 19:00
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent