Körfubolti

Ágúst: Erfitt að taka út að einn hafi verið lélegri en annar

Ísak Hallmundarson skrifar
Það hefur illa gengið hjá Ágústi og félögum síðustu vikur.
Það hefur illa gengið hjá Ágústi og félögum síðustu vikur. vísir/vilhelm
Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals var alls ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapi gegn Grindavík í kvöld.

Þetta var fjórði tapleikur liðsins í röð í deildinni.

„Við erum bara að horfa á einn leik í einu og þessi leikur var bara afleiddur af okkar hálfu. Við mættum bara ótrúlega illa stemmdir í leikinn og ég hef enga skýringu á því,“ sagði Ágúst í leikslok.

„Það sló okkur kannski pínu útaf laginu að stóru strákarnir þeirra fara að hitta þriggja stiga sem þeir hafa ekki verið að gera í vetur. Mér finnst það samt léleg afsökun, við eigum að geta spilað betur en við vorum að gera í kvöld.“

Pavel Ermolinskij var án stiga í kvöld. Gústi segir ekki hægt að einblína á einn leikmann.

„Við vinnum sem lið og töpum sem lið, við vorum bara lélegir sem lið í kvöld. Það er erfitt að taka út að einn hafi verið lélegri en annar, við vorum bara lélegir sem lið, það var Valur sem tapaði þessum leik.“

„Við þurfum bara að horfa fram á veginn, við eigum fjóra mikilvæga leiki fram að jólum og næst er það heimaleikur á móti Þór sem við þurfum að mæta vel gíraðir í og undirbúa okkur vel fyrir og reyna að finna lausnir á þessu af hverju við erum að lenda undir og bæta okkur í því. Við þurfum að bæta okkur hratt,“ segir Gústi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×