Höddi Magg lýsti árlegu kótilettukappáti sem þingmaður VG pakkaði saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 15:15 Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður kann þá list betur en flestir að borða kótilettur. Vísir/Friðrik Þór Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Stuðið var mikið þegar árlegt kappát í kótilettum fór fram á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Meðal keppenda voru þingmenn sem fengu fimm mínútur til að sporðrenna 1200 grömmum af kótilettum. Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður vinstri grænna, virðist í sérflokki í átinu því hann sigraði annað árið í röð. Kótilettudagurinn á Hrafnistuheimilunum er árlegur viðburður, haldinn um það leyti sem Sjómannadagsráð, eigandi Hrafnistuheimilanna, á afmæli, en það var stofnað 25. nóvember 1937. Þá er „þjóðarrétturinn" á matseðlinum, steiktar og ofnbakar kótilettur í raspi sem snæddar eru með „alles“ eins og það er kallað á Hrafnistu. Sum sé rauðkáli, grænum baunum, léttbrúnuðum kartöflum og rabarbarasultu. Þetta er sérstakur hátíðisdagur á Hrafnistu og jafnvel flaggað í heila stöng þegar mikil spenna liggur í lofti, ekki síst þegar sérstakir gestir, skemmtikraftar, embættis- eða ráðamenn líta við til að taka þátt.Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason tóku hraustlega til matar síns.Vísir/VilhelmFram kom í máli Péturs Magnússonar, forstjóra Hrafnistu, að eitt þúsund manns, íbúar, starfsmenn og gestir snæddu kótilettur í hádeginu í dag. Á Hrafnistu í Hafnarfirði var blásið til átkeppni undir stjórn Harðar Magnússonar íþróttafréttamanns sem lýsti því sem fyrir augu bar í matsalnum. Mikil stemmning var í salnum þegar keppendur mættu til leiks, sumir með tilþrifum. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og alþingismaður og ríkjandi meistari frá því í fyrra, háði baráttu við alþingsmennina Vilhjálm Árnason og Ásmund Friðriksson, Sighvat Halldórsson frá Kiwanisklúbbnum Heklu, Jón smið og Gústa pípara Svo fór að Ólafur Þór kláraði kótiletturnar sínar svo snemma að hann fékk 200 gramma sneið í viðbót svo hann þyrfti ekki að snúa sér að krossgátum eða öðru á meðan aðrir keppendur voru enn að borða. Kjötið var allt vigtað ofan í keppendur og kom í ljós að Ólafur Þór hafði borðað um 800 grömm af hreinu kjöti á mínútunum fimm.Að neðan má sjá svipmyndir frá keppninni.Klippa: Kótilettukappát
Alþingi Hafnarfjörður Matur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira