Sá fram á að fá minni spiltíma hjá Leipzig innan tíðar Hjörvar Ólafsson skrifar 21. nóvember 2019 14:00 Viggó er kominn til Wetzlar. vísir/getty Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Viggó Kristjánsson færði sig fyrr í þessari viku um set innan þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta karla. Viggó sem gekk til liðs við Leipzig í vor ákvað að fara til Wetzlar en hann samdi við félagið til næsta vors. „Ég hafði verið í viðræðum við forráðamenn Leipzig og ég hafði hug á að vera þar áfram. Ég hef verið að spila þó nokkuð í upphafi keppnistímabilsins og naut mín bæði innan vallar og utan. Þeir sögðu mér hins vegar að þeir ætluðu að veðja á unga þýska skyttu sem er uppalin hjá félaginu,“ segir Viggó í samtali við Fréttablaðið um vistaskiptin. „Það var því viðbúið að spiltími minn myndi minnka hjá Leipzig þar sem við vorum orðnir þrír í vinstri skyttustöðunni hjá liðinu. Wetzlar vantaði vinstri skyttu og spurðist fyrir um hvort möguleiki væri á að ég kæmi þangað. Mér fannst það fín lending að semja við þá fram á vorið og skoða svo stöðuna þegar þegar að kemur með framhaldið,“ segir hann enn fremur. „Þetta er lið sem er um miðja þýsku efstu deildina og ég sé fram á að vera í stóru hlutverki hjá liðinu. Það var svo sem ekki skortur á spiltíma hjá Leipzig og ég átti til að mynda góðan leik á móti Melsungen um síðustu helgi. Sú staða var hins vegar líklega að fara að breytast þannig að ég ákvað að breyta til,“ segir þessi flinka skytta. „Það er töluvert öðruvísi að búa í Leipzig sem er stórborg en Wetzler sem er lítill og afar rólegur bær. Umgjörðin hjá Wetzlar er eins og best verður á kosið en bærinn er ekki eins stór og Leipzig. Það er gaman að hafa upplifað báðar hliðar af Þýskalandi og að hafa prufað að búa bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi. Við búum flestir í liðinu í sömu blokkinni sem er bara fínt upp á að koma mér inn í hópinn. Ég er að taka við af portúgalskri skyttu hérna sem náði ekki að finna sig,“ segir Viggó sem spilaði sína fyrstu landsleiki þegar íslenska liðið mætti Svíþjóð í vináttulandsleikjum fyrr í þessum mánuði. „Mig langar auðvitað að fara með á Evrópumótið í janúar og vonandi náði ég að standa mig vel í leikjunum á móti Svíum og í næstu leikjum með Wetzlar þannig að ég verði í hópnum þegar þar að kemur. Möguleikinn á að komast í landsliðið hafði einhver áhrif á þessi félagaskipti en þó ekki úrslitaáhrif. Ég hlakka mjög til þess að sýna mig og sanna með Wetzlar og sjá hvort það skilar mér í EM-hópinn,“ segir Viggó en fyrsti leikur hans með Wetzlar verður á móti Minden á laugardaginn kemur.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira