Sonur fyrrverandi forseta Þýskalands stunginn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 13:04 Fritz von Weizsäcker (til vinstri) er hér í jarðarför föður síns árið 2015. Vísir/Getty Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019 Þýskaland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019
Þýskaland Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira