Lýsir nektarsenunum í Game of Thrones sem hryllilegum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 10:15 Emilia Clarke fór með eitt aðalhlutverkið í þáttunum vinsælu Game of Thrones. vísir/getty Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“ Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Breska leikkonan Emilia Clarke sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Game of Thrones segir að henni hafi liðið illa þegar verið var að taka sumar af nektarsenunum í þáttunum. Clarke fór með hlutverk drottningarinnar Daenerys Targaryen í þáttunum sem urðu alræmdir fyrir grófar kynlífssenur og ofbeldi. Clarke var 23 ára gömul þegar hún hóf að leika í þáttunum. Hún kveðst hafa verið grátandi áður en hún þurfti að leika í tilteknum nektarsenum sem hún lýsir sem hryllilegum. Fjallað er um málið á vef Guardian og vísað í viðtal við leikkonuna í hlaðvarpinu Armchair Expert með Dax Shepard. „Ég tók starfinu og svo sendu þeir mér handritin að þáttunum. Ég las þau og þá hugsaði ég með mér „Já, þarna liggur hundurinn grafinn,““ segir Clarke og vísar í nektarsenurnar.„Þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki“ „Ég var nýútskrifuð úr leiklistarskóla og ég nálgaðist þetta eins og starf: ef þetta er í handritinu þá er þetta augljóslega nauðsynlegt. Þetta er eins og það er, ég ætla að láta þetta „meika sens,“ það er það sem ég ætla að gera og allt verður í lagi.“ Clarke lýsir því svo hvernig henni hafi liðið. Hún hafi til dæmis aldrei verið á svo stóru kvikmyndasetti áður. „Ég hafði verið á setti tvisvar áður og þarna er ég á setti algjörlega nakin með öllu þessu fólki. Ég veit ekki hvað ég á að gera og ég veit ekki til hvers er ætlast af mér og ég veit ekki hvað þú vilt og ég veit ekki hvað ég vil,“ segir Clarke og bætir við að þegar fyrsta serían var tekin upp hafi hún upplifað það sem svo að hún væri ekki þess verðug að krefjast einhvers eða að þurfa einhvers.Jason Momoa og Emilia Clarke.vísir/gettyÞakkar Jason Momoa fyrir að passa upp á hana Clarke er í dag 33 ára gömul. Hún þakkar mótleikara sínum Jason Momoa fyrir að hafa passað upp á hana en í viðtalinu er hún spurð út í atriði í seríu eitt þar sem karakter Momoa, Khal Drogo, nauðgar Daenerys á brúðkaupsnótt þeirra. „Hann grét meira en ég. Það er aðeins núna sem ég átta mig á því hversu heppin ég var því þetta hefði getað farið allt, allt öðruvísi. Jason hafði reynslu, hann var reynslumikill leikari sem hafði gert alls konar áður, og sagði við mig „Elskan, svona á þetta að vera, svona á þetta ekki að vera og ég tryggi að það verði svoleiðis.“ Svo sagði hann „Getur hún fengið slopp? Hún er skjálfandi!“ Hann var svo ljúfur og hugulsamur og hugsaði um mig eins og manneskju,“ segir Clarke. Í dag segist hún mun ákveðnari varðandi það hvað henni þyki þægilegt og hversu mikla nekt þarf fyrir atriði. „Ég hef rifist um þetta og sagt „Nei, þetta lak verður uppi“ og þeir segja á móti „Þú vilt ekki valda Game of Thrones-aðdáendum þínum vonbrigðum.“ Þá segi ég þeim að fara til fjandans.“
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira