Enski boltinn

Mourinho fær næstum því helmingi hærri laun en Pochettino

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn á laugardaginn.
Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn á laugardaginn. vísir/getty
José Mourinho, nýr knattspyrnustjóri Tottenham, fær næstum því helmingi hærri laun hjá félaginu en forveri hans í starfi, Mauricio Pochettino.

Eftir fimm ár hjá Spurs var Pochettino látinn fara frá félaginu í gær. Í morgun var svo tilkynnt um ráðningu Mourinhos.

Daily Mail greinir frá því að Mourinho fái nær helmingi hærri laun hjá Tottenham en Pochettino. Talið er að Mourinho fái 15 milljónir punda í árslaun hjá Tottenham.

Mourinho skrifaði undir fjögurra ára samning við Tottenham sem er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann hefur ekki þjálfað síðan hann var rekinn frá Manchester United í lok síðasta árs.

Mourinho stýrir Tottenham í fyrsta sinn á laugardaginn þegar liðið sækir West Ham heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×