Sigga Beinteins fékk blóðtappa Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2019 11:30 Sigga Beinteins keyrði sig út sem endaði með því að hún fékk blóðtappa. Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. Sigga ákvað eftir þessa lífsreynslu að taka líf sitt í gegn, fór að stunda líkamsrækt, breytti um mataræði og passar nú uppá að fá nægan svefn. Í dag er Sigga eldhress og er á fullu að undirbúa sína árlegu jólatónleika í Hörpu sem verða 6. og 7. desember. „Ég held að það sé töluvert álag að fara út í barneignir svona seint,“ segir Sigga. Hún ræddi málin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti í rauninni að vera orðin amma þarna. Það sem veldur þessu álagi og streitu var að tvíburarnir voru alltaf vakandi á sitthvorum tímanum og voru erfið með svefn. Þau voru ekki að sofa nóg. Síðan gerist það að hún fær þessa magakveisu sem börn fá oft og hann er eyrnabarn. Þetta var því ofboðslega lítill svefn hjá okkur báðum þangað til þau voru svona fjögurra, fimm ára.“ Sigga segir að með þessu öllu hafi hún verið að koma fram allar helgar.Sigga í gönguferð með dóttur sinni.„Maður var kannski að spila til tvö, þrjú allar helgar og koma svo heim og leggja sig í tvo tíma og taka þá vaktina. Þá hafði Birna verið að alla nóttina með þau. Þarna 2012 fer ég aftur til heimilislæknisins og þá var mér sagt að ég yrði að minnka vinnuna núna á meðan þessu stendur og ég yrði að ná að sofa meira.“ Sigga segir að læknirinn hafi tilkynnt henni að ef hún myndi ekki breyta um lífstíl myndi hann senda hana í hvíldarinnlögn á Reykjalund. „Ég lofa henni því að breyta til, nema maður heldur bara áfram og keyrir sig út. Þangað til í september 2015, þá keyrði ég bara á vegginn. Ég vakna einn morguninn og er eitthvað miklu meira þreytt en venjulega. Ég kem börnunum á leikskólann og ætla leggja mig aðeins. Eftir nokkrar mínútur segi ég við sjálfan mig að hætta þessu bulli og fara að vinna. Drífa sig í tölvuna og byrja að vinna og hætta þessu bulli, þetta er bara helvítis leti. Ég geri það og fer að vinna í tölvunni. Finn samt þessa gífurlegu þreytu,“ segir Sigga en því næst hringir síminn og er systir hennar á línunni. Hún býr í Noregi og er hjúkrunarfræðingur.Gríðarlegur höfuðverkur „Ég er eitthvað að tala við hana og allt í einu ræð ég ekki við orðin sem ég er að segja. Ég gat ekki stjórnað orðunum og það komu enginn orð út úr mér. Eftir nokkrar mínútur fer ég að detta inn aftur. Þá fær systir mín mig til að tala um eitthvað annað og við ræðum um mataruppskriftir. Ég fer að tala um einhvern pastarétt og þá kemur bara orðið þvottavél út úr mér. Þá segist hún ætla hringja í mig eftir smá stund aftur. Hún vildi ekki hræða mig. Þá gerist það að ég fæ alveg gígantískan höfuðverk. Ég fæ mér bara parkódín og ákveð að láta renna í bað. Nema hausverkurinn fer ekki. Ég hafði áður lesið mig til um blóðtappa og ákveð þarna að hringja upp á bráðadeild. Mér er sagt að ég verði að koma strax og þá er ég sett í allskonar rannsóknir. Svo kemur taugalæknir og talar við mig og spyr mig allskonar spurninga,“ segir Sigga og bætir við að hann hafi spurt hana spurninga mjög hratt. „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu, hvorugt þeirra. Ég mundi það bara nokkru seinna og þá sagði hann að það þyrfti að gera fleiri rannsóknir,“ þá kemur í ljós að söngkonan var með blóðtappa. Hún var í kjölfarið sett á þynnandi lyf og er ennþá í dag á þeim lyfjum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Jól Tónlist Tengdar fréttir Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Sigga Beinteins söngkona eignaðist tvíbura með fyrrverandi konu sinni Birnu Maríu þegar hún var 49 ára gömul. Eftir endalausar svefnlausar nætur í mörg ár og álag í vinnu, fékk Sigga blóðtappa sem hafði meðal annars þær afleiðingar að hún mundi ekki nöfn barnanna sinna. Sigga ákvað eftir þessa lífsreynslu að taka líf sitt í gegn, fór að stunda líkamsrækt, breytti um mataræði og passar nú uppá að fá nægan svefn. Í dag er Sigga eldhress og er á fullu að undirbúa sína árlegu jólatónleika í Hörpu sem verða 6. og 7. desember. „Ég held að það sé töluvert álag að fara út í barneignir svona seint,“ segir Sigga. Hún ræddi málin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég átti í rauninni að vera orðin amma þarna. Það sem veldur þessu álagi og streitu var að tvíburarnir voru alltaf vakandi á sitthvorum tímanum og voru erfið með svefn. Þau voru ekki að sofa nóg. Síðan gerist það að hún fær þessa magakveisu sem börn fá oft og hann er eyrnabarn. Þetta var því ofboðslega lítill svefn hjá okkur báðum þangað til þau voru svona fjögurra, fimm ára.“ Sigga segir að með þessu öllu hafi hún verið að koma fram allar helgar.Sigga í gönguferð með dóttur sinni.„Maður var kannski að spila til tvö, þrjú allar helgar og koma svo heim og leggja sig í tvo tíma og taka þá vaktina. Þá hafði Birna verið að alla nóttina með þau. Þarna 2012 fer ég aftur til heimilislæknisins og þá var mér sagt að ég yrði að minnka vinnuna núna á meðan þessu stendur og ég yrði að ná að sofa meira.“ Sigga segir að læknirinn hafi tilkynnt henni að ef hún myndi ekki breyta um lífstíl myndi hann senda hana í hvíldarinnlögn á Reykjalund. „Ég lofa henni því að breyta til, nema maður heldur bara áfram og keyrir sig út. Þangað til í september 2015, þá keyrði ég bara á vegginn. Ég vakna einn morguninn og er eitthvað miklu meira þreytt en venjulega. Ég kem börnunum á leikskólann og ætla leggja mig aðeins. Eftir nokkrar mínútur segi ég við sjálfan mig að hætta þessu bulli og fara að vinna. Drífa sig í tölvuna og byrja að vinna og hætta þessu bulli, þetta er bara helvítis leti. Ég geri það og fer að vinna í tölvunni. Finn samt þessa gífurlegu þreytu,“ segir Sigga en því næst hringir síminn og er systir hennar á línunni. Hún býr í Noregi og er hjúkrunarfræðingur.Gríðarlegur höfuðverkur „Ég er eitthvað að tala við hana og allt í einu ræð ég ekki við orðin sem ég er að segja. Ég gat ekki stjórnað orðunum og það komu enginn orð út úr mér. Eftir nokkrar mínútur fer ég að detta inn aftur. Þá fær systir mín mig til að tala um eitthvað annað og við ræðum um mataruppskriftir. Ég fer að tala um einhvern pastarétt og þá kemur bara orðið þvottavél út úr mér. Þá segist hún ætla hringja í mig eftir smá stund aftur. Hún vildi ekki hræða mig. Þá gerist það að ég fæ alveg gígantískan höfuðverk. Ég fæ mér bara parkódín og ákveð að láta renna í bað. Nema hausverkurinn fer ekki. Ég hafði áður lesið mig til um blóðtappa og ákveð þarna að hringja upp á bráðadeild. Mér er sagt að ég verði að koma strax og þá er ég sett í allskonar rannsóknir. Svo kemur taugalæknir og talar við mig og spyr mig allskonar spurninga,“ segir Sigga og bætir við að hann hafi spurt hana spurninga mjög hratt. „Ég gat með engu móti munað hvað börnin mín hétu, hvorugt þeirra. Ég mundi það bara nokkru seinna og þá sagði hann að það þyrfti að gera fleiri rannsóknir,“ þá kemur í ljós að söngkonan var með blóðtappa. Hún var í kjölfarið sett á þynnandi lyf og er ennþá í dag á þeim lyfjum. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Jól Tónlist Tengdar fréttir Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Sigga Beinteins með sambýliskonunni og börnum Það er ekkert eins, en allt til hins betra, segir Sigríður Beinteinsdóttir um móðurhlutverkið. Sigga heldur upp á fimmtugsafmæli sitt í mánuðinum með stórtónleikum. Við það tilefni ræddi Ísland í dag við Siggu, sambýliskonuna og nýju börnin. 12. júlí 2012 21:30