Mikil óvissa um endurráðningar flugmanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir ársfjórðungsuppgjör ekki lýsandi fyrir stöðu fyrirtækisins þetta árið. Vísir/vilhelm Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Í Fréttablaðinu í dag er rætt við hóp flugmanna sem var sagt upp í haust hjá Icelandair. Fyrst átti að lækka starfshlutfall í fimmtíu prósent en svo var tekin ákvörðun um uppsagnir með von um endurráðningu í mars. Kergja er meðal flugmannanna sem benda á að uppsögnin hafi verið á grundvelli þess að kyrrsetning MAX-þotanna hafi neikvæð áhrif á rekstur Icelandair en stuttu seinna hafi verið tilkynnt um 7,5 milljarða króna hagnað. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair bendir á árstíðarsveiflu í rekstrinum. „Þessi hagnaður sem verið er að vísa í er vegna besta ársfjórðungs félagsins sem er þriðji ársfjórðungur. En eins og kom líka fram þegar við birtum þriðja ársfjórðung þá gerum við ráð fyrir að félagið verði rekið með tapi á árinu í heild og það annað árið í röð sem félagið er rekið með tapi og það gengur auðvitað ekki. Við þurfum að bregðast við og stefnum á það að snúa félaginu í hagnað strax á næsta ári,“ segir Bogi. Bogi segir Kyrrsetningu MAX vélanna hafa haft áhrif á allar áætlanir og þjálfun flugmanna. Erfitt sé að segja til um hvort og hve margir flugmenn verði endurráðnir í vor. „Við getum ekki alveg sagt til um það núna vegna MAX-áhrifanna, hversu margir flugmenn verða hjá okkur næsta sumar. Við erum að gera ráð fyrir að vélarnar komi inn í mars en það getur breyst og við vitum ekki nákvæmlega hvort allar MAX-vélarnar sem við gerum ráð fyrir að fá í rekstur næsta vor, hvort þær verði tilbúnar inn í leiðarkerfið. Þannig að því miður er óvissan talsverð og það þýðir óvissa fyrir flugmennina líka. Því miður.“ Örnólfur Jónsson, formaður félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir óvissuna sannarlega óþægilega. „Það er alveg vel hugsanlegt að einhver hluti þessa hóps komi ekki aftur inn í sumar og það hefur ekki gerst í tíu ár. Auðvitað er erfið þessi óvissa sem þessi hópur býr við,“ segir Örnólfur.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35 Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Icelandair segir upp 87 flugmönnum og gerir kjarasamning við þá sem eftir eru Icelandair hefur undirritað framlengingu á kjarasamningi við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sem gildir til 30. september 2020. Þá hefur verið ákveðið að horfa frá áformum um að færa 111 flugmenn í 50% starf. 25. september 2019 19:35
Fyrrverandi flugmenn gramir Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur. 30. nóvember 2019 07:00