Íbúum í Árborg fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2019 19:30 Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær. Árborg Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Tíu þúsundasti íbúinn í Árborg hefur verið heiðraður en það er nýfæddur drengur, sem ætlar að setjast að á Selfossi með foreldrum sínum og bróður, sem eru nýflutt heim eftir að hafa búið í útlöndum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgar að jafnaði um sextíu á mánuði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti í heimsókn með fullt fangið af gjöfum til tíu þúsundasta íbúans í sveitarfélaginu, sem býr í Furugrund 38 á Selfossi með fjölskyldu sinni. Litli snáðinn sem hefur ekki enn fengið nafn fæddist 19. nóvember og var 19 merkur og 50 sentímetrar. „Þetta er ekta Selfyssingur í húð og hár. Ég varð hissa þegar ég frétti að hann væri númer tíu þúsund, ég var eitthvað búin að vera að lesa mig til um þetta en ég var ekki búin að púsla þessu saman“, segir Þuríður Elva Eggertsdóttir, nýbökuð móðir. Hún segir að mikið af fjölskyldufólki sæki í sveitarfélagi, það sé mjög gott að ala upp börn á Selfossi, bærinn sé líka mikill íþróttabær, auk þess að vera flottur og traustur. Íbúum í Árborg fjölgar mjög hratt, ekki síst á Selfossi. „Já, það hefur fjölgað um þrjátíu síðan drengurinn fæddist, þetta eru um sex tíu mánuði, þannig að við megum hafa okkur öll við til að búa þessu fólki mannvænt umhverfi“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Þuríður Elva segir það hafa komið fjölskyldunni skemmtilega á óvart að tíu þúsundasti íbúinn í Árborg væru sonur þeirra Michaels.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nýjasta hverfið á Selfossi mun byggjast upp í Björkulandi en þar mun um tvö þúsund manns búa. Nýlega voru auglýstar 120 íbúðir lausar til umsóknar á sex lóðum í hverfinu og bárust um 300 umsóknir um þær. Hvenær ætlar þú að koma og verðlauna ellefu þúsundasta íbúann? „Með þessu áframhaldi þá verður það bara um næstu jól, eða fyrir næstu jól, þetta er jólabarnið í ár, það er spurning hver verður það á næsta ári“, segir Gísli Halldór og hlær.
Árborg Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira