Svanhildur sækir ekki um stöðu útvarpsstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 15:21 Svanhildur var meðal gesta á Degi íslenskrar tónlistar í Iðnó á dögunum. SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna. Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ætlar ekki að sækja um starf útvarpsstjóra þrátt fyrir mikla hvatningu. Umsóknarfresturinn rennur út á miðnætti en hann var lengdur um viku af stjórn Ríkisútvarpsins án skýringa í síðustu viku. Magnús Geir Þórðarson var skipaður Þjóðleikhússtjóri á dögunum og lét í framhaldinu af störfum sem útvarpsstjóri. Nokkrir hafa staðfest umsókn sína um starfið og var Svanhildur talin meðal líklegri umsækjenda. „Já það er rétt - mitt nafn hefur verið nefnt og ég hef fengið mikla hvatningu til að sækja um þetta spennandi starf. Mér hefur óneitanlega þótt vænt um það og því hugsaði ég mig vel um,“ segir Svanhildur. Hefði Svanhildur sótt um og verið skipuð útvarpsstjóri hefði önnur eftirsóknarverð staðan í menningarheiminum losnað, forstjórastaðan í Hörpu. Þar hefur Svanhildur ráðið ríkjum frá því 1. maí 2017. Svanhildur ætlar að halda uppteknum hætti í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Þar segist hún í miðju kafi með sínu frábæra fólki í mikilvægum verkefnum. Hjartað slái þar. „Við verðum að koma Hörpu á eðlilegan rekstargrundvöll svo hægt sé að hámarka tækifærin fyrir samfélagið sem felast í þessu dásamlega húsi. Ég ætla sum sé að halda áfram að einbeita mér að því - a.m.k. á næstunni.“ Nú þegar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og blaðamaður hefur gefið út að hún hafi sótt um stöðuna, Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að hún hafi sótt um og Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi þingmaður og leikstjóri staðfesti einnig umsókn. Baldvin Þór Bergsson dagskrárstjóri númiðla RÚV svaraði fréttastofu því í morgun að hann geri ráð fyrir því að sækja um enda nokkrir tímar til stefnu ennþá. Svanhildur Hólm, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vildi ekki staðfesta við fréttastofu í morgun að hún hefði sótt um starfið. Stjórn RÚV hefur líst því yfir að listi yfir umsækjendur verði ekki gerður opinber.Margir hafa verið nefndir til sögunnar sem líklegir umsækjendur og hafði fréttastofa samband við ýmsa í morgun. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar hefur verið nefndur líklegur en svaraði því til í morgun að hann hafi ekki leitt hugann að þessu starfi. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV svaraði að hún ætli ekki að sækja um stöðuna.
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira