Brighton og Wolves skildu jöfn í markaleik Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. desember 2019 18:15 Jota í þann mund að skora sitt annað mark. vísir/getty Sjóðheitir Úlfar heimsóttu Brighton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag og úr varð bráðfjörugur leikur. Diogo Jota kom gestunum yfir á 28.mínútu en Neal Maupay svaraði fyrir heimamenn sex mínútum síðar og nokkrum sekúndum eftir það voru heimamenn komnir í forystu þar sem Davy Pröpper skoraði. Staðan í hálfleik var engu að síður jöfn því Jota bætti öðru marki sínu við á 44.mínútu. Síðari hálfleikur var ekki jafn líflegur því ekkert mark var skorað þar og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli. Enski boltinn
Sjóðheitir Úlfar heimsóttu Brighton í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag og úr varð bráðfjörugur leikur. Diogo Jota kom gestunum yfir á 28.mínútu en Neal Maupay svaraði fyrir heimamenn sex mínútum síðar og nokkrum sekúndum eftir það voru heimamenn komnir í forystu þar sem Davy Pröpper skoraði. Staðan í hálfleik var engu að síður jöfn því Jota bætti öðru marki sínu við á 44.mínútu. Síðari hálfleikur var ekki jafn líflegur því ekkert mark var skorað þar og lauk leiknum því með 2-2 jafntefli.