Dómur yfir Jóhannesi staðfestur 6. desember 2019 16:31 Höfuðstöðvar Glitnis voru á Kirkjusandi. Getty Images/Arnaldur Halldorsson Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara. Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tólf mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis, fyrir markaðsmisnotkun. Var hann ásamt starfsmanni deildar eigin viðskipta Glitnis ákærður fyrir að hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf í bankanum. Í ákærunni var markaðsmisnotkunin sögð hafa verið framkvæmd af þremur starfsmönnum deildar eigin viðskipta Glitnis að undirlagi Jóhannesar Baldurssonar og Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis. Allir fimm voru sakfelldir í héraði. Lárusi var ekki gerð refsing þar sem hann hafði áður hlotið hámarksrefsingu í öðrum hrunmálum. Starfsmenn deildar eigin viðskipta fengu skilorðsbundna dóma á bilinu sex til tólf mánaða. Sá sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm áfrýjaði sömuleiðis dómnum.Brotin ekki fyrnd Jóhannes krafðist endurskoðunar á úrskurðum héraðsdóms fyrir Landsrétti. Hann taldi að brotinn hefði verið á sér réttur til að fá aðgang að gögnum til að undirbúa vörn sína í héraði. Landsréttur taldi þessi sjónarmið ekki geta leitt til sýknu og hafnaði því að ómerkja dóm héraðsdóms á þessum grunni. Ekki var fallist á að brot Jóhannesar væri fyrnd enda hefði hann verið ákærður og sakfelldur í héraðsdómi áður en tíu ára fyrningarfrestur brotsins rann út. Landsréttur taldi ákæruvaldið aftur á móti ekki hafa sýnt fram á að háttsemi stafsmanns eigin viðskipta hefðu varðað sakfellingu og var hann sýknaður.Níu ár síðan málið rataði á borð sérstaks saksóknara Landsréttur taldi hins vegar að þegar litið væri til stöðu Jóhannesar í bankanum og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum hlyti hann að hafa vitað af umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum í bnakanum. „Jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum,“ segir í dómi Landsréttar.Var Jóhannes því sakfelldur en dómurinn skilorðsbundinn, óhjákvæmilega vegna mikilla tafa sem orðið hefðu á málinu. Níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara.
Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30 Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál Glitnis: Allir sakborningarnir sakfelldir Lárusi Welding var ekki gerð frekari refsing þar sem hann hefur þegar hlotið sex ára fangelsisdóma í öðrum hrunmálum. 2. mars 2018 11:30