Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 15:41 Kjartan Bjarni Björgvinsson er formaður Dómarafélags Íslands. EFTA Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar. Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu svonefnda. Málið bíður sem kunnugt er afskipta yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Mannréttindadómstólinn komst að þeirri niðurstöðu í mars að Sigríður Á. Andersen hefði brotið lög við skipan dómara í Landsrétt. Sigríður fór ekki að tillögu hæfisnefndar við skipanina heldur skipti fjórum sem voru á blaði hæfisnefndar út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Íslenska ríkið áfrýjaði niðurstöðu Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að þrír aðilar hefðu skilað skriflegri grienagerð til yfirdeildarinnar vegna málsins. Umboðsmaður almennings í Georgíu, mannréttindasamtökin The Helsinki Foundation for Human Rights í Varsjá og ríkisstjórn Póllands. Fyrri tveir aðilarnir styðja niðurstöðu Mannréttindadómstólsins frá því í mars. Forðast eigi slíkan félagsskap Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Kjartan Bjarni segir í færslu á Facebook að óháð öllum skoðunum um Landsréttarmálið þá sé stuðningur pólskra stjórnvalda í málinu verulegt áhyggjuefni. „Pólskir dómarar hafa undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnar PiS-flokksins sem vill afnema sjálfstæði dómstóla, beita kynbundnu misrétti og takmarka sjálfsögð grundvallarréttindi hinsegin fólks,“ segir Kjartan Bjarni. „Íslensk stjórnvöld eiga forðast slíkan félagsskap eins og heitan eldinn.“ Í greinagerð íslenska ríkisins segir að mikilvægt sé að greina málið frá deilum yfirvalda í öðrum Evrópuríkjum við dómstóla þar í landi. Málið verður tekið fyrir hjá yfirdeildinni þann 5. febrúar.
Dómsmál Landsréttarmálið Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira