Verkalýðshreyfingin málsvari þeirra sem verst standa Drífa Snædal skrifar 6. desember 2019 13:00 Í liðinni viku hafa stóru málin verið til umfjöllunar í hreyfingunni og er farið að sjá til lands í mörgum umbótamálum sem lögð var áhersla á í aðdraganda kjarasamninganna í vor þó vinnan sækist hægar en æskilegt væri. Á miðstjórnarfundi ASÍ á miðvikudaginn voru til umfjöllunar lífeyrismál og húsnæðismál og ljóst að það þarf að vanda verulega til verka og gæta þess að breytinga sem standa fyrir dyrum verði raunveruleg framfaraskref fyrir allan almenning. Inn í lífeyrismálin fléttast að sjálfsögðu almannatryggingar og því verður þetta alltaf umræða um grundvallaratriði. Hvernig nýtist samtrygging í gegnum lífeyrissjóði og almannatryggingar, hverjir njóta og hverjir borga. Þó að verkalýðshreyfingin sé samtök vinnandi fólks þá er ljóst að samfélagið allt er undir og oft eru skilin á milli þess að vera á vinnumarkaði eða ekki frekar fljótandi. Það er því eitt af stærstu verkefnum samfélagsins í dag að tryggja að fólk sem missir starfsgetuna sé ekki dæmt til fátæktar. Ástandið verður augljóst og átakanlegt rétt fyrir jól þar sem öryrkjar eru meðal helstu skjólstæðinga hjálparstofnana, hópur sem oft og tíðum er ósýnilegur á öðrum tímum. Verkefni hreyfingarinnar eru iðulega að standa vörð um þá sem verst hafa kjörin og ljá þeim rödd sem hafa ekki aðgang að hljóðnemanum stöðu sinnar vegna. Einn þessara hópa eru erlendir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og í vikunni féll dómur þar sem sum ummæli sérfræðings á skrifstofu ASÍ voru dæmd dauð og ómerk en önnur ekki. Til að taka af allan vafa þá breytir þessi dómur engu í starfsemi okkar vinnustaðaeftirlits eða þeirri staðfestu starfsfólks og kjörinna fulltrúa hreyfingarinnar að enduróma veruleika okkar félaga og tala skýrt þeirra máli. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hafa stóru málin verið til umfjöllunar í hreyfingunni og er farið að sjá til lands í mörgum umbótamálum sem lögð var áhersla á í aðdraganda kjarasamninganna í vor þó vinnan sækist hægar en æskilegt væri. Á miðstjórnarfundi ASÍ á miðvikudaginn voru til umfjöllunar lífeyrismál og húsnæðismál og ljóst að það þarf að vanda verulega til verka og gæta þess að breytinga sem standa fyrir dyrum verði raunveruleg framfaraskref fyrir allan almenning. Inn í lífeyrismálin fléttast að sjálfsögðu almannatryggingar og því verður þetta alltaf umræða um grundvallaratriði. Hvernig nýtist samtrygging í gegnum lífeyrissjóði og almannatryggingar, hverjir njóta og hverjir borga. Þó að verkalýðshreyfingin sé samtök vinnandi fólks þá er ljóst að samfélagið allt er undir og oft eru skilin á milli þess að vera á vinnumarkaði eða ekki frekar fljótandi. Það er því eitt af stærstu verkefnum samfélagsins í dag að tryggja að fólk sem missir starfsgetuna sé ekki dæmt til fátæktar. Ástandið verður augljóst og átakanlegt rétt fyrir jól þar sem öryrkjar eru meðal helstu skjólstæðinga hjálparstofnana, hópur sem oft og tíðum er ósýnilegur á öðrum tímum. Verkefni hreyfingarinnar eru iðulega að standa vörð um þá sem verst hafa kjörin og ljá þeim rödd sem hafa ekki aðgang að hljóðnemanum stöðu sinnar vegna. Einn þessara hópa eru erlendir starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og í vikunni féll dómur þar sem sum ummæli sérfræðings á skrifstofu ASÍ voru dæmd dauð og ómerk en önnur ekki. Til að taka af allan vafa þá breytir þessi dómur engu í starfsemi okkar vinnustaðaeftirlits eða þeirri staðfestu starfsfólks og kjörinna fulltrúa hreyfingarinnar að enduróma veruleika okkar félaga og tala skýrt þeirra máli. Njótið helgarinnar, Drífa
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar