Fær ekki milljónirnar fyrir stolnar handfærarúllur Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:54 Báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður. Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður.
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Sjá meira