Fær ekki að grafa upp lík Dillinger fyrir sjónvarpsþætti History Channel Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 22:55 FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Vísir/AP Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar. Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira
Frænda hins fræga bandaríska glæpamanns John Dillinger hefur verið meinað að grafa upp lík hans vegna gerðar sjónvarpsþátta fyrir History Channel. Dillinger var skotinn til bana af útsendurum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fyrir utan kvikmyndahús í Chicago árið 1934 og grafinn í Crown Hill kirkjugarðinum í Indiana þar sem fjölskyldumeðlimir hans voru einnig jarðaðir. Michael Thompson, ættingi Dillinger, segist sitja á sönnunargögnum um að lögregluþjónarnir hafi í raun ekki skotið Dillinger, heldur einhvern annan og grafið hann.Johnny Depp lék Dillinger í nýjustu kvikmyndinni um glæpamanninn, Public Enemies, sem frumsýnd var árið 2009.Thompson ætlaði sér að grafa upp Dillinger í sumar en var meinað að gera það af forsvarsmönnum kirkjugarðsins. Hann höfðaði mál í ágúst og fékkst niðurstaða í það í dag. History Channel sleit sig þó frá verkefninu í september. Lögmenn kirkjugarðsins segja kröfu Thompson byggja á áratuga gamalli samsæriskenningu. Krufning á líki Dillinger hafi farið fram á sínum tíma og ættingjar hans hafi borið kennsl á hann áður en hann var grafinn. Þá hafi þing Indiana hafa veitt forsvarsmönnum kirkjugarða rétt til að neita uppgreftri til að vernda grafir gegn óþarfa röskunum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.FBI segir öruggt að Dillinger sjálfur hafi verið skotinn og grafinn. Það hafi meðal annars verið staðfest með fingraförum. Lögmaður Thompson segir skjólstæðing sinn þó hafa fengið skjöl frá FBI sem bendi til þess að svo sé ekki. Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað. Nokkrum dögum eftir að Dillinger var grafinn lét faðir hans hylja kistuna með járnstyrktri steypu svo skemmdarvargar reyndu ekki að grafa hana upp. Aðrir ættingjar glæpamannsins fræga hafa lýst sig andsnúna uppgreftri líks hans og ætla leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Thompson nái sínu framgengt með áfrýjun.Hér má sjá frétt CBS um málið frá því í sumar.
Bandaríkin Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Sjá meira