Undirbúa sig fyrir umfangsmestu verkfallsaðgerðir landsins í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2019 17:43 Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum. Frakkland Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Sjá meira
Yfirvöld Frakklands undirbúa sig nú fyrir verkfallsaðgerðir sem hefjast á morgun og talið er að geti verið þau stærstu í landinu í rúma tvo áratugi. Frakkar eru öllu vanir þegar kemur að verkfallsaðgerðum og mótmælum en talið er líklegt að aðgerðirnar muni lama samfélagið í Frakklandi en þær gætu staðið yfir fram að jólum. Starfsmenn lestarkerfis Frakklands ætla í verkfall og hefur það áhrif á nánast allar samgöngur Frakklands. Búið er að hætta við fjölda lestaferða og hægja á öðrum. Aðgerðirnar munu sömuleiðis hafa veruleg áhrif á alþjóðaflug og er þegar búið að fella fimmtung flugferða niður. Kennarar ætla einnig að taka þátt í verkfallsaðgerðunum og sömuleiðis margir starfsmenn póstsins. Mögulega munu aðrir opinberir starfsmenn einnig taka þátt, allt frá dómurum til sorphirðumanna og forsvarsmenn lögreglunnar hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar.Samkvæmt France24 áttu síðustu sambærilegu verkfallsaðgerðir sér stað árið 1995. Þær ollu miklum usla og stóðu yfir í þrjár vikur.Aðgerðirnar snúa að miklu leyti að umfangsmiklum breytingum sem Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vill gera á eftirlaunakerfi landsins. Meðal þess sem hann vill gera er að einfalda kerfið og sameina 42 mismunandi sjóði. Það myndi þó hafa mikil áhrif á opinbera starfsmenn sem njóta sérstakra fríðinda. Aðgerðir Macron myndu sömuleiðis þýða að fólk færi seinna á eftirlaun og fengi minna úr eftirlaunasjóðum. Þá tækju eftirlaun mið af starfsferli og aðilar sem væru ef til vill atvinnulausir um tíma, fengju lægri eftirlaun en aðrir sem hafi verið í fullri vinnu allan ferilinn, samkvæmt frétt France24. Þær kæmu þó sérstaklega niður á kjörum starfsmanna lestarkerfis Frakklands sem hafa notið sérstakra fríðinda í gegnum tíðina. Þeir eru æviráðnir, vinnuvika þeirra er styttri en gengur og gerist og laun þeirra hækka reglulega samkvæmt samningum. Þá geta þeir sest í helgan stein þegar þeir eru 52 ára gamlir. Það er áratug fyrr en aðrir Frakkar. Þar að auki miða eftirlaun þeirra einungis við síðustu sex mánuði þeirra í starfi og fjölskyldur þeirra fá mikla afslætti á fargjöldum. Þetta vill ríkisstjórn Frakklands fella niður. Kannanir benda þó til að meirihluti frönsku þjóðarinnar styðji verkfallsaðgerðirnar og óttast margir að aðgerðir ríkisins gegn starfsmönnum lestarkerfisins yrðu þær fyrstu af mörgum.
Frakkland Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Sjá meira