Landsvirkjun stefnir á kolefnishlutleysi árið 2025 Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 12:15 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. vísir/vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson. Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir mikilvægt að fyrirtæki landsins komi kröftuglega að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Landsvirkjun kynnir í dag áætlun um kolefnisjöfnun á árinu 2025. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir fyrirtækið nálgast þetta markmið á breiðum grunni og á sem flestum sviðum í rekstri fyrirtækisins. „En stærsti hlutinn tengist því að við ætlum að hreinsa útblástur frá Kröflustöð. Það mun hafa mjög jákvæð áhrif á okkar losun,“ segir Hörður. Landsvirkjun búi að því að hafa gert miklar rannsóknir í vel á annan áratug. „Ef við skoðum frá árinu 2005 sem er viðmiðunardagsetning parísarsáttmálans þá vorum við að losa um 45 þúsund tonn. Við erum núna komin niður í rúm 20 þúsund tonn og stefnum síðan að því að fara niður í núllið árið 2025,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Aðgerðirnar séu umfangsmiklar og kosti sitt en það kosti líka að losa gróðurhúsalofttegundirnar. Landsvirkjun hafi tekið upp innra kolefnisverð og meti kostnaðinn við hvert tonn í losun á 30 dollara. „Þetta er lóð á vogarskálarnar og vonandi líka gott fordæmi fyrir hvað önnur fyrirtæki þurfa að gera. Það er ljóst að Ísland nær ekki þessum árangri sem við þurfum að ná nema fyrirtækin komi mjög öflug inn í þessa vegferð,“ segir Hörður. Tæknin sem Landsvirkjun ætli að nota við að binda kolefni frá Kröfluvirkjun sé ekki ólík því sem Orkuveitan hafi gert á Hellisheiði. „En þetta eru öðruvísi aðstæður hjá okkur. En þetta verður svo vonandi útflutningsvara sem verkfræðistofur og aðrir geta nýtt í öðrum löndum,“ segir Hörður Arnarson.
Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira