Tabú, Einhverfusamtökin og „Fegurð í mannlegri sambúð“ fengu Múrbrjótinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. vísir/sigurjón Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi. Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi.
Félagsmál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum