Rautt eða hvítt? Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 2. desember 2019 15:00 Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Jól Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu. Hefðirnar eru af ýmsum toga svo sem jólahlaðborð og jólatónleikar svo eitthvað sé nefnt og oft er vín haft um hönd. Jólaglöggin er hluti af aðventunni hjá mörgum og í nokkrum nýlegum jólalögum er sungið um áfengi sem hluta af jólunum. Dæmi um hvað áfengið hefur fengið mikið vægi í aðventu og jólahaldi er jólabjórinn sem hóf innreið sína í íslenska aðventu fyrir nokkrum árum síðan. Úrval jólabjóra hefur aukist frá ári til árs og í verslunum ÁTVR eru nú til sölu 78 tegundir af jólabjór! Neysla áfengis hefur aukist á Íslandi undanfarna áratugi en sölutölur frá árinu 1986 leiddu í ljós að hver íbúi keypti að meðaltali 4,5 lítra af hreinu áfengi það árið. Sú tala hafði hækkað upp í 7,5 lítra árið 2016.Tekin hafa verið af öll tvímæli um að neysla áfengis er ekki heilsubætandi. Sá litli ávinningur sem eitt vínglas á dag getur haft með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma þurrkast út meðal annars vegna aukinnar áhættu á krabbameinum. Áfengi er staðfestur áhættuþáttur fyrir krabbameinum í munni, koki og barkakýli, vélinda, lifur, maga, brjóstum, ristil og endaþarmi.Vita Íslendingar um áhættuna? Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Krabbameinsfélagið í apríl á þessu ári voru þátttakendur spurðir hvort þeir teldu að áfengisneysla hefði áhrif á líkurnar á krabbameini. Í ljós kom að nokkuð margir eða 41% töldu að líkurnar væru miklar. Þá töldu 39% þátttakenda að líkurnar væru í meðallagi og 19% töldu að um litlar líkur væri að ræða. Aðeins 2% töldu að það hefði engin áhrif á krabbameinslíkur að drekka áfengi. Þrátt fyrir að mörgum sé kunnugt um krabbameinsáhættu tengda áfengisneyslu fá Íslendingar sér í glas af og til. Til eru gögn um áfengisneyslu Íslendinga 18 ára og eldri frá árinu 2017 þar sem 31% segjast drekka 1 sinni í mánuði eða sjaldnar og 33% 2-4 sinnum í mánuði. Um 20% sögðust drekka 2 sinnum í viku eða oftar.Núvitund í drykkju? Nýlega birtist grein í Time um núvitund í drykkju. Þar er sagt frá æfingu í að vera meira til staðar þegar drukkið er áfengi, hugsa um þann drykk sem verið er að drekka en ekki næsta glas eða bjór. Þar er líka bent á að til að draga úr áfengisneyslu sé gott ráð að ákveða fyrirfram hversu mikið skuli drekka þegar farið er á mannamót þar sem áfengi er í boði. Þannig er jafnvel hægt að njóta stundarinnar enn betur og einbeita sér að góðum samtölum. Svo eru auðvitað óáfengir drykkir valkostur í þessum aðstæðum.Hitaeiningar í víni Ekki er hægt að fjalla um vín án þess að tala um hversu orkuríkt það er. Hvert gramm af áfengi gefur næstum helmingi fleiri hitaeiningar en sykur (7 á móti 4 hitaeiningum). Hér er hægt að sjá hversu margar hitaeiningar mismunandi víntegundir gefa.Góðar fyrirmyndir Vínglas af og til er líklega ekki skaðlegt fyrir fyrir þá sem það vilja þó að ekki séu til nein örugg mörk í neyslu á áfengi. Afar mikilvægt er að við séum öll meðvituð um að hófleg eða engin áfengisdrykkja er alltaf besti kosturinn með tilliti til heilsunnar og þá sérstaklega til að minnka líkur á krabbameinum. Við höfum öll hlutverki að gegna gagnvart yngri kynslóðum. Nýtum tækifærin sem gefast til að sýna að það þarf ekki alltaf að vera vín.Höfundur er sérfræðingur í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu.HeimildirEmbætti landlæknis. Áfengisnotkun – tölurGBD 2016 Alcohol Collaborators. Alcohol use and burden for 195 countries and territories, 1990–2016: a systematic analysis for the Global Burden of Disease Study 2016.Lancet. 2018World Cancer Research Fund. Continuous Update Project – Analysing research for cancer prevention and survival. Alcohol
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun