Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 16:00 Það er gaman hjá Inter mönnum þessa dagana. Getty/Mattia Ozbot Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Góðir hlutir eru að gerast hjá Internazionale í ítalska boltanum sem tók toppsætið af Juventus um helgina. Arnar Björnsson skoðaði betur hvað gerðist í fjórtándu umferð Seríu A. Juventus varð að gefa toppsætið í serie A eftir jafntefli við Sassuolo. Inter nýtti tækifærið og vann SPAL 2-1. Lautaro Martines skoraði á sextándu mínútu og Argentínumaðurinn kom Inter í 2-0 áður en fyrri hálfleik lauk. Hann er búinn að skora 8 mörk í 14 leikjum en til samanburðar skoraði hann 6 mörk í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Mattia Valoti minnkaði muninn fyrir SPAL í byrjun seinni hálfleiks. Inter hefur unnið 12 leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum. Þetta er besta byrjun í sögu félagsins og í öll fjögur skiptin sem liðið hefur verið í fyrsta sæti eftir 14 leiki hefur Inter unnið Ítalíumeistaratitilinn. Lautaro Martines fékk tvö fín færi til að auka forystuna en Etrit Berisha markvörður sá til þess að sigur Inter varð ekki stærri. Inter hefur spilað 22 leiki í öllum keppnum í vetur og skorað í öllum leikjunum, það gerðist síðast fyrir 12 árum. Inter vann titilinn í átjánda og síðasta sinn 2010. Ljóst er að Antonio Conte er búinn að kveikja neista í Mílanó-liðinu. Lazio er í þriðja sæti eftir sjötta sigurinn í röð, í gær 3-0 á Udinese. Ciro Immobile er búinn að vera frábær á leiktíðinni, hann skoraði 1. markið á 9. mínútu. Þegar rúmur hálftími var liðinn braut William Troost-Ekong á Joaquin Correa í vítateignum, dómarinn sá ekki ástæðu til að dæma en myndbandsdómarar stöðvuðu leikinn og vítaspyrna varð niðurstaðan. Ciro Immobile skoraði sautjánda mark sitt á leiktíðinni. Á síðustu leiktíð skoraði hann 15 mörk í 36 leikjum, nú er hann kominn með 17 í 14 leikjum, sjö mörkum meira en Romelu Lukaku sem er næst markahæstur. Áður en fyrri hálfleiknum lauk var dæmd önnur vítaspyrna á Udinese. Joaquin Correa lék varnarmenn Udinese grátt og hann var aftur felldur í teignum, Bram Nuytinck var sá brotlegi. Immobile lét félaga sinn Luis Alberto um að taka vítið. Spánverjinn skoraði annað mark sitt í deildinni. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um ítalska fótboltann hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Besta byrjun Inter í 88 ára sögu félagsins
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira