Þjófar hafa stolið orðum og skartgripum frá tímum kommúnistastjórnarinnar af Stasi-safninu í þýsku höfuðborginni Berlín. Safnið er að finna í fyrrverandi húsnæði austur-þýsku leyniþjónustunnar Stasi.
BBC greinir frá því að þjófnaðurinn hafi átt sér stað sex dögum eftir að innbrotsþjófar stálu demöntum og öðrum safnmunum að verðmæti milljónum evra úr Grænu hvelfingunni, safni í gamalli konungshöll í Dresden.
Stasi rak umfangsmikið net njósnara og uppljóstrara í Austur-Þýskalandi.
Jörg Drieselmann , safnstjóri Stasi-safnisins, áætlar að verðmæti þýfisins sé „nokkur þúsund evra“. Er talið að þjófarnir hafi stolið milli átta og níu orðum, en að einhverjar þeirra hafi verið eftirlíkingar. Því megi vera að skemmdirnar á húsnæði og skápum sé hugsanlega meira en verðmæti þess sem var stolið.
Meðal þess sem var stolið var voru orður kenndar við Karl Marx og Lenín. Þá segir Driesenmann að þjófarnir hafi einnig stolið eyrnalokkum, hringjum, úrum og klukkum.
Talið er að innbrotsþjófarnir hafi komist inn í safnið um glugga á jarðhæð síðastliðið laugardagskvöld. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins. Sömuleiðis hefur enginn verið handtekinn vegna innbrotsins í Dresden í síðustu viku.
Stálu orðum og skarti af Stasi-safninu í Berlín

Tengdar fréttir

Brutust inn í eitt stærsta dýrgripasafn álfunnar
Lögregla í Þýskalandi segja að brotist hafi verið inn Grænu hvelfinguna í Dresden, eitt stærsta dýrgripasafn álfunnar, snemma í morgun.